Færsluflokkur: Ratleikur

Ratleikurinn 2019 er hafinn

Ratleikur Hafnarfjarðar er nú hafinn í 22. sinn.

Þema leiksins í ár er „jarðmyndanir“ Fjölmargt hefur áhrif á útlit landsins og áhrifavaldarnir geta verið eldgos, jarðhræringar, veður og vatn en leikurinn leiðir að ýmsum áhugaverðum stöðjm.

Markmið leiksins að leiða þátttakendur vítt og breitt um uppland Hafnarfjarðar og njóta útivistar og náttúrunnar.

Guðni Gíslason leggur leikinn í 12. sinn en það er Hönnunarhúsið ehf. sem gefur út leikinn í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ.

19 Helgafell

Aðalstyrktaraðili leiksins er VHE ehf. en meðal annarra styrktaraðila eru: Hafnarfjarðarbær, Oriog, Hafnarfjarðarhöfn, Altis, Ban Kúnn, Landsnet, Gámaþjónustan, Gróðrarstöðin Þöll, Fjarðarfréttir, Músik og sport, Von mathús, Fjörukráin, Burger-inn, Fjarðarkaup og Ferlir.is

Nálgast má kortin á eftirfarandi stöðum:
- Ráðhúsi Hafnarfjarðar
- Bókasafni Hafnarfjarðar
- Fjarðarkaupum
- Suðurbæjarlaug
- Ásvallalaug
- bensínstöðvum
- Músik og sport
- Fjallakofanum
- Altis
- Burgerinn
og jafnvel víðar!

Góða skemmtun og munið að deila upplifun ykkar úr leiknum (ekki birta lausnarorðin) Notið myllumerkið #Ratleikur2019 bæði á Facebook og Instagram.

 


Ratleikur Hafnarfjarðar 2018 hafinn!

Ratleikur_2018_forsidaRatleikur Hafnarfjarðar er nú hafinn í 21. sinn.

Þema leiksins í ár er „þjóðleiðir“ sem fólk og dýr hafa markað í aldanna rás. Gróður og minni umferð valda því nú að margar þeirra eru að hverfa svo mikilvægt er að halda þeim við, ganga og merkja.

Þjóðleiðirnar leiða þátttaendur á ýmsa staði og því er líklegt að fólk upplifi mun meira en þá staði sem merkin eru á.

Markmið leiksins að leiða þátttakendur vítt og breitt um uppland Hafnarfjarðar og njóta útivistar og náttúrunnar.

Guðni Gíslason leggur leikinn í 11. sinn en það er Hönnunarhúsið ehf. sem hefur umsjón með útgáfunni í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ.

Aðalstyrktaraðili leiksins er VHE ehf. en meðal annarra styrktaraðila eru: Hafnarfjarðarbær, Oriog, Hafnarfjarðarhöfn, Altis, Landsnet, Gaman ferðir, Gámaþjónustan, Gróðrarstöðin Þöll, Fjarðarfréttir, Músik og sport, Von mathús, Fjörukráin, Burger-inn, Fjarðarkaup og Ferlir.is

Nálgast má kortin á eftirfarandi stöðum:

- Ráðhúsi Hafnarfjarðar
- Bókasafni Hafnarfjarðar
- Fjarðarkaupum
- Suðurbæjarlaug
- Ásvallalaug
- bensínstöðvum
- Músik og sport
- Fjallakofanum
- Altis
- Burgerinn
og jafnvel víðar!

Góða skemmtun og munið að deila upplifun ykkar úr leiknum (ekki birta lausnarorðin) Notið myllumerkið #Ratleikur2018# bæði á Facebook og Instagram.


Ratleikur Hafnarfjarðar 2016 hefst í vikunni


Ratleikur 2016 forsida vefNú er komið að 19. Ratleik Hafnarfjarðar. Kortin eru í prentun og verður dreift á fimmtudag auk þess sem umsjónarmaður verður með kort í bakpoka í miðbænum 17. júní.

Leikurinn stendur til 25. september en þemað í ár er landamerki og eyktarmörk. Leiðr leikurinn fólk vítt og breytt um bæjarlandið og út fyrir það. Sum merkjanna eru í bænum eða mjög skammt frá þeim en lengra er í önnur.

Að venju er minnt á drengilega keppni. Þeir sem skila inn þurfa að sjálfsögðu að hafa farið á viðkomandi staði og öll "lán" á númerum jafngildir svindli í leiknum.

Ekki gleyma að njóta leiðarinnar að merkjunum og gefið ykkur góðan tíma við þau og umhverfi þeirra. Sem fyrr er ekki heimilt að hreyfa við merkjunum eða að birta myndir af þeim þar sem lausnarorðin sjást.


Berið gjarnan út boðskapinn, deilið út þessum pósti og hvetjið fólk til að smella á LIKE á Facebook síðu Ratleiksins www.facebook.com/ratleiku


Ratleikurinn hefst í dag!

Ratleikur kort
Í 17. sinn er bæjarbúum og öðrum boðið upp á ratleik í upplandi Hafnarfjarðar í allt sumar. Ratleiksmerki eru á 27 stöðum og í ár er þátttakendum beint inn á fornar þjóðleiðir, sumar stikaðar og aðrar ekki. Sumar eru mjög greinilegar eftir alda notkun en aðrar eru að hverfa í vaxandi gróður í hraununum. Leikurinn leiðir fólk á gömul sel, vatnsból, fallegar hraunmyndanir, staði með sögu og umfram allt á staði sem áhugavert er að ganga til. Það að finna merki er aðeins lokatakmarkið, leiðin að því er jafnvel enn skemmtilegri.
 
Markmið leiksins
Alfaraleið
Margir þátttakendur hafa lýst undrun sinni og gleði yfir því að hafa uppgötvað náttúruperlur svo skammt frá bænum en markmið með leiknum er að fá bæjarbúa til kynnast betur landinu hið næsta okkur og sögu þess. Víða eru ummerki forfeðra okkar og búskapar þeirra. Þau ummerki eru kannski ekki öll stór en segja gríðarlega mikla sögu. Sums staðar hefur fól reist sér vistarverið og dvalið um lengri eða skemmri tíma, á stöðum þar sem aðgengi að hreinu vatni var slæmt og langt til byggða.
Hönnunarhúsið ehf. gefur leikinn út fyrir Hafnarfjarðarbæ og hefur gert undanfarin ár. Guðni Gíslason, skáti og ritstjóri Fjarðarpóstsins leggur leikinn og hefur umsjón með honum en hann naut dyggrar aðstoðar Ómars Smára Ármannssonar, lögreglumanns, leiðsögumanns og fornleifafræðings sem lagði til fróðleik um staðina og aðstoðaði við val á þeim.
 
23-2012 Lónakotssel varða-07
Þrír áfangar
Þeir sem finna 9 ratleiksmerki teljast Léttfetar, þeir sem finna 18 ratleiksmerki teljast göngugarpar og þeir sem finna öll 27 merkin teljast vera þrautakóngar og þeim fer stöðugt fjölgandi. Stutt er í sum merkin frá vegi en lengst er 2,5 km gönguleið að merki, styðstu leið frá vegi. Þátttakendur geta gefið sér góðan tíma í leikinn enda stendur hann til 21. september en þá er síðasti skilafrestur á úrlausnarblöðum.
 
Kjörinn fjölskylduleikur
Sífellt fleiri taka þátt í leiknum og er fólk eindregið hvatt til að senda inn lausnirnar í haust. Allir geta tekið þátt og þeir hörðustu finna öll merkin 27 og sjá ekki eftir neinum tíma úti í hraununum og nágrenni byggðarkjarna Hafnarfjarðar. Tilvalið er fyrir fjölskyldur að fara saman í leikinn og njóta útiverunnar saman.
 
24-2014 Miðkrosstapi-26
Fjöldi vinninga
Fyrirtæki í Hafnarfirði styðja við leikinn, með vinningum og auglýsingum. Ber þar fyrst að nefna Fjallakofann og Hress en auk þess Fjarðarpóstinn, Altis, Gámaþjónustuna, Músik og sport, Húsasmiðjuna, Fjarðarkaup, Hafnarfjarðarhöfn, Fjörukrána, Gróðrarstöðina Þöll og Valitor auk Hafnarfjarðarbæjar.
 
Frítt loftmyndakort
Ratleikskortin má nálgast í Fjarðarkaupum, í Bókasafninu, Ráðhúsinu, sundlaugum, bensínstöðvum og víðar. Verður þeim dreift þangað síðar í dag.

Mikill áhugi fyrir Ratleiknum

Kortin hafa rokið út og er greinilega mikill áhugi fyrir Ratleiknum í ár. Fólk hefur á orði hvað það verður vart við marga í Ratleiknum er það mjög ánægjulegt. Þátttakendur eru hvattir til að segja frá upplifun sinni á www.facebook.com/ratleikur eða bara staðfesta að það sé með. Merkið gjarnan #‎ratleikurhfj2013‬ þegar þið setjið myndir á Facebook. Ath. að láta lausnarorðin ekki sjást :)

Gangi ykkur sem best,

kv.

Guðni 


Ratleikurinn hefst á föstudag

Nýtt kort í Ratleik Hafnarfjarðar 2013 verður formlega afhent á föstudaginn kl. 15.30 í Ráðhúsinu, Strandgötu 6. 

Í ár er lögð áhersla á skógarsvæði og útsýnisstaði en fjölmargir aðrir áhugaverðir staðar fylgja með. 

Kortin verða aðgengileg á Bókasafninu, á sundstöðum, í Fjarðarkaupum, í verslunum Fjarllakofans, í Músik og sport, í Altís, á bensínstöðvum og víðar.  


EKKI hreyfa við merkjunum

Að gefnu tilefni er fólk beðið að hreyfa alls ekki við Ratleiksmerkjunum!

Merkin hafa verið staðsett nákvæmlega og oft skorðuð af svo þau fjúki ekki. Ef allir hreyfa við merkjunum eru litlar líkur að merkin verði á réttum stað í lokin.

Ef þið hafið einhverjar athugasemir við staðsetningu merkjanna, skrifið þá athugasemd hér eða á Facebook síðuna.


Vinningar í Ratleik Hafnarfjarðar 2010

Léttfeti:
Vandaðir Scarpa Nangpa-la gönguskór  frá Fjallakofanum að verðmæti 32.995,- kr.
Aukaverðlaun: 6 mánaða kort í líkamsrækt í Hress að verðmæti 39.990 kr.
6 mánaða kort í sundlaugar Hafnarfjarðar að verðmæti 8.900 kr.

Göngugarpur:
6 mánaða kort í líkamsrækt í Hress að verðmæti 39.990 kr.

Aukaverðlaun:
Polar F4 kalor­íu­úr frá Altis að verðmæti 15.900 kr.
6 mánaða kort í sundlaugar Hafnarfjarðar að verðmæti 8.900 kr.

Þrautakóngur:
Árskort í líkamsrækt í Hress
að verðmæti 58.990 kr.

Aukaverðlaun:
6 mánaða kort í sundlaugar Hafnarfjarðar að verðmæti 8.900 kr.
Göngustafir og göngusokkar frá Músik og sport að verðmæti 9.850 kr.

Útdráttarverðlaun:
Úr öllum innsendum lausnum verða dregin út aukaverðlaun:

  • 2 x Súpa og aðalréttur í Fjörunni fyrir tvo að verðmæti 3.000 kr.
  • 3 x Hundrað, hafnfirsk myndabrot eftir Björn Pétursson og Steinunni Þorsteinsdóttur að verðgildi 3.500 kr.
  • Göngustafir og göngusokkar frá Músik og sport að verðmæti 9.850 kr.

1 Skotbyrgi á Mógrafarhæð

Mógrafarhæð nefnist öxlin sem geng­ur suðaustur frá hábungu Ásfjalls í áttina að Blá­berjahrygg. Austarlega í hæðinni er skotbyrgi sem breskir hermenn hlóðu sumarið 1940. Þeir stóðu vaktina með rifla en þar var einnig gervi­fallbyssa úr gildum trjálurk sem leit út eins og fallstykki úr lofti.

2 Grjótvirki á Hádegisholt

Hlaðið grjótvirki sem stendur nálægt efsta hluta Hádegisholts, en hæðin var einnig nefnd Flóðahjalli. Skotbyrgið hlóðu breskir hermenn úr 1/7 herfylki Wellingtons vorið 1940. Það er um 800 m² að stærð og víða hefur hrunið úr veggjum þess, sem voru rúmlega 1 m háir.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband