Færsluflokkur: Ferðalög

20. Ratleikur Hafnarfjarðar er hafinn

Ratleikur 2017 forsidaTuttugasti Ratleikur Hafnarfjarðar er hafinn.

Í tilefni tímamótanna er þemað Brot af því besta, valdir staðir úr öðrum leikjum auk viðbótar.

Munið að það er ávallt eitthvað meira spennandi nálægt ratleiksstöðunum enda markmið leiksins að leiða þátttakendur vítt og breitt um uppland Hafnarfjarðar og njóta útivistar og náttúrunnar.

Guðni Gíslason leggur leikinn í 10. sinn en það er Hönnunarhúsið ehf. sem hefur umsjón með útgáfunni í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ.

Aðalstyrktaraðili leiksins er VHE ehf. en meðal annarra styrktaraðila eru: Hafnarfjarðarbær, Hafnarfjarðarhöfn, Altis, Landsnet, Gaman ferðir, Gámaþjónustan, Gróðrarstöðin Þöll, Fjarðarfréttir, Músik og sport, Von mathús, Fjörukráin, Burger-inn, Hafís, Fjarðarkaup og Ferlir.is

Nálgast má kortin á eftirfarandi stöðum: 

- Ráðhúsi Hafnarfjarðar
- Bókasafni Hafnarfjarðar
- Fjarðarkaupum
- Suðurbæjarlaug
- Ásvallalaug
- Ásvöllum
- Músik og sport
- Fjallakofanum
- Altis
- Burgerinn
og jafnvel víðar!

Góða skemmtun og munið að deila upplifun ykkar úr leiknum (ekki birta lausnarorðin) Notið myllumerkið #Ratleikur2017# bæði á Facebook og Instagram

Finnið okkur á Facebook: www.facebook.com/ratleikur


20. Ratleikur Hafnarfjarðar alveg að hefjast

Búið er að prenta nýja Ratleikskortið og beðið eftir að fá kortin úr bókbandi. Þá er ekkert því til fyrirstöðu að 20. Ratleikur Hafnarfjarðar hefjist.

Fylgist með!


Ratleikskortin komin í dreifingu - Frítt ratleikskort

Ratleikur Hafnarfjarðar 2016 er hafinn og má nálgast kortin á eftirfarandi stöðum: 

- Ráðhúsi Hafnarfjarðar
- Bókasafni Hafnarfjarðar
- Fjarðarkaupum
- Suðurbæjarlaug
- Ásvallalaug
- Ásvöllum
- Músik og sport
- Fjallakofanum
- Altis
- Hress
- Burgerinn
og jafnvel víðar!

Góða skemmtun og munið að deila upplifun ykkar úr leiknum (ekki birta lausnarorðin) Notið myllumerkið ‪#‎ratleikur2016‬ bæði á Facebook og Instagram


Úrslit í Ratleik Hafnarfjarðar 2015

Uppskeruhátíð Ratleiks Hafnarfjarðar var haldin í gær.

Þátttaka var mjög góð í ár og 154 af þeim sem tóku þátt skiluðu inn úrlausnum sínum í von um vinning. Eru það um 30% fleiri en í fyrra. Alls fóru 86 á alla staðina 27 sem er heil 60% aukning frá því í fyrra. 39 fóru á a.m.k. 18 staði og 29 fóru á a.m.k. 9 staði. Fjölmargir skila ekki inn úrlausnum og algengt er að "gestir" komi með í einstaka ferðir. Með það í huga má gera ráð fyrir því að ratleiksstaðirnir hafi verið heimsóttir hátt í FIMM ÞÚSUND sinnum!!

Þannig nær leikurinn svo vel tilgangi sínum svo vel að fá bæjarbúa og nágranna til að upplifa náttúruna í bæjarlandinu og hið næsta okkur.

Úrslit:

Þrautakóngur (27 staðir):

1. sæti, Kristbjörg Lilja Jónsdóttir, Vesturvangi 28
- hún fékk árskort í Hress heilsurækt, verðmæti, 71.990,-

2. sæti, Guðný Steina Erlendsdóttir, Hjallabraut 4
- hún fékk 6 mánaða sundkort frá Hafnarfjarðarbæ, verðm. 14.400,-

3. sæti, Helga María Hlynsdóttir, Fjörugranda 2, Reykjavík
- Hún fékk göngustafi og sokka frá Músik og sport, verðm. 9.850,-

Göngugarpur (18 staðir):

1. sæti, Sigrún Birna Úlfarsdóttir, Lindarbergi 32
- Scarpa Mojito skór frá Fjallakofanum, verðmæti 24.995,-

2. sæti, Dagný B. Sigurðardóttir, Erluási 52
- 15 þús. kr. gjafabréf frá Altis

3. sæti, Jóhann Gunnarsson, Kelduhvammi 13
- 6 mánaða sundkort frá Hafnarfjarðarbæ, verðmæti 14.400,-

Léttfeti (9 staðir):

1. sæti, Þór Sigurðsson, Miðbraut 2, Seltjarnarnesi
- 6 mánaða kort í Hress, heilsurækt, verðm. 46.990,-

2. sæti, Aníta Hnát Jónsdóttir, Berjavöllum 6
- 3 mánaða kort í Hress líkamsrækt, verðm. 26.990,-

3. sæti, Ægir Ellertsson, Birkibergi 16
- 6 mánaða sundkort frá Hafnarfjarðarbæ, verðm. 14.400,-

7 heppnir viðstaddir þáttttakendur voru dregnir út:

Sigrún Eygló Lárusdóttir
- köldverður í Fjörukránni fyrir tvo, verðm. 14.000

Bjartur Fannar Vilhjálmsson
- kvöldverður í Fjörukránni fyrir tvo, verðm. 14.000

Ólöf Þóra Sveinbjörnsdóttir
- göngustafir og sokkar frá Músik og sport, verðm. 9.850,-

Agnes Agnarsdóttir
- Höfnin, 100 ára afmælisrit Hafnarfjarðarhafnar, verðm. 7.999,-

Jóhann Samsonarson
- Höfnin, 100 ára afmælisrit Hafnarfjarðarhafnar, verðm. 7.999,-

Arnar Freyr Hallgrímsson
- Höfnin, 100 ára afmælisrit Hafnarfjarðarhafnar, verðm. 7.999,-

Adam Breki Birgisson
- 6 mánaða sundkort frá Hafnarfjarðarbæ, verðm. 14.400,-

Aðalstyrktaraðili leiksins í ár var VHE auk Hafnarfjarðarbæjar. Öllum styrktaraðilum er þakkaður stuðningurinn og þátttakendum fyrir ánægjulegt samstarf. Vonandi sjáumst við í Ratleiknum að ári.

Sjá myndir á https://www.facebook.com/ratleikur 


Ratleikurinn hefst í næstu viku

WP 20150531 22 45 16 Pro resizeRatleikur Hafnarfjarðar 2015 hefst í næstu viku. Búið er að leggja út öll ratleiksmerki og kortið er á leiðinni í prentun. Nánari dagsetning verður gefin upp strax eftir helgi.

Þemað í ár eru hraun- og jarðmyndanir en gríðarlega mörg hraun umlykja bæinn. Við rennsli þeirra, storknun og jarðskorpuhreyfingar hafa myndast fjölskrúðugar jarðmyndanir sem áhugavert er að skoða.


WP 20150601 21 38 40 Pro resizeAð þessu sinni er ekki mjög langar gönguleiðir að merkjunum eins og oft hefur verið og auðvitað munu vant ratleiksfólk kannast við einhverja staði. Á hverju ári bætast nýir þátttakendur í hópinn og er það sérstaklega ánægjulegt.

Að venju er minnt á drengilega keppni. Þeir sem skila inn þurfa að sjálfsögðu að hafa farið á viðkomandi staði og öll "lán" á númerum jafngildir svindli í leiknum.

Ekki gleyma að njóta leiðarinnar að merkjunum og gefið ykkur góðan tíma við þau og umhverfi þeirra. Sem fyrr er ekki heimilt að hreyfa við merkjunum eða að birta myndir af þeim þar sem lausnarorðin sjást.

WP 20150531 21 11 17 Pro resizeBerið gjarnan út boðskapinn, deilið út þessum pósti og hvetjið fólk til að smella á LIKE á Facebook síðu Ratleiksins www.facebook.com/ratleikur 


Ratleikur Hafnarfjarðar 2015 í fullum undirbúningi

Meginþema Ratleiks Hafnarfjarðar í ár er jarðmyndanir. Minnt er á mikilvægi þess að varðveita merkilegar jarðmyndanir en víða hefur verið farið mjög óvarlega.

Sem fyrr er Ratleikurinn gefinn út af Hönnunarhúsinu ehf. í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ og sér Guðni Gíslason um lagningu leiksins og umsjá með honum. Ómar Smári Ármannsson,sem manna best þekkir Reykjanesið og heldur úti hinni merkilegu síðu www.ferlir.is, hefur lagt til punktana og fróðleik um þá. Er honum færðar bestu þakkir fyrir það.

VHE, Vélaverkstæði Hjalta Einarsson, er aðalstyrktaraðili Ratleiksins í ár en fjölmörg fyrirtæki leggja leiknum lið með auglýsingum og með því að gefa vinninga. Er þeim einnig þakkaður stuðningurinn.

Markmið leiksins er að fá Hafnfirðinga og nærsveitamenn til að kynnast upplandi Hafnarfjarðar og nágrenni betur og læra að njót þeirra miklu náttúruminja sem þar er að finna og upplifa hina miklu sögu.


Uppskeruhátíð fimmtudag 31. okt. í Gúttó kl. 18

Uppskeruhátíð og verðlaunaafhending í Ratleik Hafnarfjarðar 2013 verður á fimmtudaginn kl. 18 í Gúttó, Suðurgötu 7.

Veitt verða verðlaun fyrir Léttfeta, Göngugarp og Þrautakóng.

Sýndar verða myndir, farið verður yfir leikinn og tekið á móti ábendingum.

Allir velkomnir. 


Mikill áhugi fyrir Ratleiknum

Kortin hafa rokið út og er greinilega mikill áhugi fyrir Ratleiknum í ár. Fólk hefur á orði hvað það verður vart við marga í Ratleiknum er það mjög ánægjulegt. Þátttakendur eru hvattir til að segja frá upplifun sinni á www.facebook.com/ratleikur eða bara staðfesta að það sé með. Merkið gjarnan #‎ratleikurhfj2013‬ þegar þið setjið myndir á Facebook. Ath. að láta lausnarorðin ekki sjást :)

Gangi ykkur sem best,

kv.

Guðni 


Jóhann Ingibergsson þrautakóngur 2012

Metþáttaka var á uppskeruhátíð Ratleiks Hafnarfjarðar ídag er 65 manns mættu í Gúttó og þáðu konfekt og piparkökur. Guðni Gíslason umsjónarmaður leiksins bauð gesti velkomna og þakkaði þáttökuna. Í kynningu kom fram að 143 höfðu skilað inn lausnum, örlítið færri en í fyrra en 71 skiluðu inn öllum lausnum sem er metþáttaka. Sýndi hann fram á með útreikningi að áætla megi að ratleiksstaðirnir hafi verið heimsóttir um 4.000 sinnum! Er þá fjöldi þátttakenda margfaldaður með fjölda staða í hverjum flokki og örlítið bætt við þar sem margir höfðu farðið á heldur fleiri staði og gestir voru oft með í för sem ekki skiluðu.

Þetta var í 15 sinn sem leikurinn var haldinn og í ár voru hellar og skútar þema leiksins sem mæltist vel fyrir. Sýndar voru myndir úr hellum í leiknum og að lokinni verðlaunaafhendingu var góð umræða um leikinn. Það sem sumum fannst erfitt fannst öðrum létt. Nokkrar hugmyndir komu fram um þemu næsta árs og ábending um innanbæjarleik að auki. Stór hluti gesta hafði tekið þátt í leiknum áður og ein hafði 12 sinn tekið þátt í leiknum. Ómari Smára Ármannssyni eru þökkuð óeigingjörn aðstoð við val á hellum og skrif um þá og öðrum þeim sem gerðu leikinn mögulegan.

Dregið var úr innsendum lausnum og vinningshafar voru eftirfarandi:

Ratleikur2012_hopur 

Þrautakóngur

1. verðlaun:

Jóhann Ingibergsson, Blikahjalla 1, Kópavogi
- Árskort í Hress

2. verðlaun:

Birgir Einarsson, Gnitaheiði 10a, Kópavogi
- 6 mánaða kort í sundlaugar Hafnarfjarðar

3. verðlaun:

Guðmundur Þórarinsson, Erluási 52
- göngustafir og göngusokkar frá Músik & sport

Göngugarpur

1. verðlaun:

Birgitta Birgisdóttir, Þrastarási 44
- Scarpa nangpa-la gönguskór frá Fjallakofanum

2. verðlaun:

Baldvin Hermannsson, Sævangi 47
-15 þús. kr. gjafabréf frá Altís

3. verðlaun:

Úlfar Kristinsson, Fálkahrauni 2
- 6 mánaða kort í sundlaugar Hafnarfjarðar

Léttfeti

1. verðlaun:

Sigrún Helga Baldursdóttir, Strandgötu 4
- 6 mánaða kort í Hress

2. verðlaun: 

Smári Ólafsson, Smyrlahrauni 4
- 6 mánaða kort í sundlaugar Hafnarfjarðar.

3. verðlaun:

uðmundur Fylkisson, Reykjavíkurvegi 27
- 6 mánaða kort í sundlaugar Hafnarfjarðar 

 

Útdráttarverðlaun

 Sigurður G. Gunnarsson, Breiðvangi 54
- Göngustafir og sokkar frá Músik & sport

Hafdís Valdimarsdóttir, Norðurvangi 2
- Hundrað, myndabók frá Hafnarfjarðarbæ

Haraldur Ögmundsson, Þrastarási 44
- Hundrað, myndabók frá Hafnarfjarðarbæ

Sigrún E. Lárusdóttir, Þrastarlundi 8, Garðabæ
- Hundrað, myndabók frá Hafnarfjarðarbæ

Dagný Þorgeirsdóttir, Álfabergi 6
- 3ja rétta kvöldverður fyrir 2 í Fjörukránni

Katrín Haraldsdóttir, Vörðubergi 14
- 3ja rétta kvöldverður fyrir 2 í Fjörukránni 


Verðlaunaafhending 7. nóvember

Verðlaunaafhending Ratleiks Hafnarfjarðar verður í Gúttó, Suðurgötu 7, miðvikudaginn 7. nóvember kl. 18.
Afhent verða verðlaun fyrir, Léttfeta, Göngugarp og Þrautakóng.
Að auki verða dregin út aukaverðlaun úr innsendum lausnum þeirra sem verða viðstaddir.
Þátttakendur í ratleiknum eru allir velkomnir.

Munið Facebook síðu leiksins, www.facebook.com/ratleikur


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband