Jóhann Ingibergsson þrautakóngur 2012

Metþáttaka var á uppskeruhátíð Ratleiks Hafnarfjarðar ídag er 65 manns mættu í Gúttó og þáðu konfekt og piparkökur. Guðni Gíslason umsjónarmaður leiksins bauð gesti velkomna og þakkaði þáttökuna. Í kynningu kom fram að 143 höfðu skilað inn lausnum, örlítið færri en í fyrra en 71 skiluðu inn öllum lausnum sem er metþáttaka. Sýndi hann fram á með útreikningi að áætla megi að ratleiksstaðirnir hafi verið heimsóttir um 4.000 sinnum! Er þá fjöldi þátttakenda margfaldaður með fjölda staða í hverjum flokki og örlítið bætt við þar sem margir höfðu farðið á heldur fleiri staði og gestir voru oft með í för sem ekki skiluðu.

Þetta var í 15 sinn sem leikurinn var haldinn og í ár voru hellar og skútar þema leiksins sem mæltist vel fyrir. Sýndar voru myndir úr hellum í leiknum og að lokinni verðlaunaafhendingu var góð umræða um leikinn. Það sem sumum fannst erfitt fannst öðrum létt. Nokkrar hugmyndir komu fram um þemu næsta árs og ábending um innanbæjarleik að auki. Stór hluti gesta hafði tekið þátt í leiknum áður og ein hafði 12 sinn tekið þátt í leiknum. Ómari Smára Ármannssyni eru þökkuð óeigingjörn aðstoð við val á hellum og skrif um þá og öðrum þeim sem gerðu leikinn mögulegan.

Dregið var úr innsendum lausnum og vinningshafar voru eftirfarandi:

Ratleikur2012_hopur 

Þrautakóngur

1. verðlaun:

Jóhann Ingibergsson, Blikahjalla 1, Kópavogi
- Árskort í Hress

2. verðlaun:

Birgir Einarsson, Gnitaheiði 10a, Kópavogi
- 6 mánaða kort í sundlaugar Hafnarfjarðar

3. verðlaun:

Guðmundur Þórarinsson, Erluási 52
- göngustafir og göngusokkar frá Músik & sport

Göngugarpur

1. verðlaun:

Birgitta Birgisdóttir, Þrastarási 44
- Scarpa nangpa-la gönguskór frá Fjallakofanum

2. verðlaun:

Baldvin Hermannsson, Sævangi 47
-15 þús. kr. gjafabréf frá Altís

3. verðlaun:

Úlfar Kristinsson, Fálkahrauni 2
- 6 mánaða kort í sundlaugar Hafnarfjarðar

Léttfeti

1. verðlaun:

Sigrún Helga Baldursdóttir, Strandgötu 4
- 6 mánaða kort í Hress

2. verðlaun: 

Smári Ólafsson, Smyrlahrauni 4
- 6 mánaða kort í sundlaugar Hafnarfjarðar.

3. verðlaun:

uðmundur Fylkisson, Reykjavíkurvegi 27
- 6 mánaða kort í sundlaugar Hafnarfjarðar 

 

Útdráttarverðlaun

 Sigurður G. Gunnarsson, Breiðvangi 54
- Göngustafir og sokkar frá Músik & sport

Hafdís Valdimarsdóttir, Norðurvangi 2
- Hundrað, myndabók frá Hafnarfjarðarbæ

Haraldur Ögmundsson, Þrastarási 44
- Hundrað, myndabók frá Hafnarfjarðarbæ

Sigrún E. Lárusdóttir, Þrastarlundi 8, Garðabæ
- Hundrað, myndabók frá Hafnarfjarðarbæ

Dagný Þorgeirsdóttir, Álfabergi 6
- 3ja rétta kvöldverður fyrir 2 í Fjörukránni

Katrín Haraldsdóttir, Vörðubergi 14
- 3ja rétta kvöldverður fyrir 2 í Fjörukránni 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband