Ratleikur Hafnarfjarðar 2015 í fullum undirbúningi

Meginþema Ratleiks Hafnarfjarðar í ár er jarðmyndanir. Minnt er á mikilvægi þess að varðveita merkilegar jarðmyndanir en víða hefur verið farið mjög óvarlega.

Sem fyrr er Ratleikurinn gefinn út af Hönnunarhúsinu ehf. í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ og sér Guðni Gíslason um lagningu leiksins og umsjá með honum. Ómar Smári Ármannsson,sem manna best þekkir Reykjanesið og heldur úti hinni merkilegu síðu www.ferlir.is, hefur lagt til punktana og fróðleik um þá. Er honum færðar bestu þakkir fyrir það.

VHE, Vélaverkstæði Hjalta Einarsson, er aðalstyrktaraðili Ratleiksins í ár en fjölmörg fyrirtæki leggja leiknum lið með auglýsingum og með því að gefa vinninga. Er þeim einnig þakkaður stuðningurinn.

Markmið leiksins er að fá Hafnfirðinga og nærsveitamenn til að kynnast upplandi Hafnarfjarðar og nágrenni betur og læra að njót þeirra miklu náttúruminja sem þar er að finna og upplifa hina miklu sögu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband