25. Hrútagjárdyngja

Hrútagjárdyngjugosið gaf af sér stærstu hraunmyndunina vestan Hafnarfjarðar. Annað sambærilegt dyngjugos eru Þráinsskjöldur. Hraunið hefur að mestu runnið til norðurs og til sjávar og hefur myndað ströndina milli Vatnleysuvíkur og Straumsvíkur. Í daglegu tali gengur stærsti hluti hraunsins undir nafninu Almenningur. Hraunin ná yfir 80 km2 svæði.
Ljóst er, þegar gengið er um Dyngjuna og umhverfis hana, að hér hefur ekki verið um eina goshrinu að ræða heldur a.m.k. tvær eða fleiri – þrátt fyrir álit jarðfræðinga. Nýjustu ummerkin sjást hvað best suðaustast í Hrútagjárdyngjunni. Þar er gígur og hrauntröð.

Verksummerki eftir miðkaflann sjást hins vegar gleggst vestan við mikla hrauntjörn sunnarlega á dyngjusvæðinu og í hrauntröð út frá henni til norðurs. Þar hefur glóandi hraunkvikan leitað sér leiðar út úr gamla dyngjusvæðinu nyrst í henni. Á leiðinni hefur kvikan smurt eldra hraunið upp í u.þ.b. 3 metra hæð.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband