22. Bruninn

Megineldgígarnir sem Nýjahraun rann frá árið 1151 voru sitthvoru megin við Krýsuvíkurveginn skammt frá Vatnsskarði, s.n. Rauðhólar. Eldarnir voru hluti af Ögmundarhraunseldgígaröðinni er náði frá strönd Reykjanesskagans í suðri að Helgafelli í norðri. Hinum tilkomumiklu Rauðhólagígum hefur nú verið eytt að mestu með efnistöku, en mikilfenglega hrauntröðin, sem stærstur hluti Nýjahrauns rann frá, er enn ágætlega varðveitt ofan Bláfjallavegar. Þegar staðið er þarna á brún hrauntraðarinnar má vel gera sér í hugarlund hið mikla efnismagn, sem þarna hefur streymt fram um skeið,allt  áleiðis til sjávar austan Straumsvíkur. Tröðin, sem og hraunið, eru þakin hraungambra. Í þurrkatíð tekur hann á sig gráleitt yfirbragð, en grænt í vætutíð.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband