13. Leynir

Leynir er í Leynidölum. Örnefnið er algengt, oftast gefið þeim stöðum eru voru í hvarfi frá bæ eða alfaraleið. Landamerki Hvaleyrar og Stóra Lambhaga (nú að mestu horfið undir álverið) má sjá í Leynidölum; merkin má sjá í óskráðum vörðum, sem liggja um dalina. Ofarlega í dölum er hraunhóll og á honum hlaðið byrgi (einnig óskráð, þrátt fyrir að svæðinu hafi nú verið meira og minna raskað vegna vegagerðar og lóða). Byrgið hefur væntanlega verið skjól fyrir refaskyttu, sem beðið hefur lágfótu á ferð hennar með háum hraunkantinum. Af því er örnefnið væntanlega sprottið.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband