10. Víghóll

Örnefnið „Víghóll“ er og hefur verið torræðni. Það er víðar til, en kunnugt er um fjóra aðra Víghóla á Suðvesturlandi: einn í Selvogi, tvo í Garðabæ og einn í Mosfellssveit, auk fleiri á landinu öllu. Engra þessara nafna er getið í fornum heimildum. Í örnefnaskrá óbyggðarinnar suður frá Hafnarfirði segir, að Víghóll heiti norðan við Mygludali milli Valahnúka og Húsfells. Selvogsgata eða Grindaskarðavegur liggur milli Valahnúka og Víghóls. Getgátur hafa verið um að nefndir „Víghólar“ hafi áður haft örnefnin „Veghólar“, enda virðast þeir nánast allir í nálægt við þekktar alfaraleiðir. Ef rétt er til getið, má Víghóllinn hafa verið vegvísir á hinni gömlu vermannaleið og er þá jafnframt minnismerki um hana. Á Víghól er varða.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband