3. Sel(hrauns)hóll

Sunnan við Hvaleyrarvatn eru m.a. leifar stekkjar. Skammt sunnan hans er stakt klofið hraunhveli í annars sléttu Hellnahrauninu (Selhrauninu). Sunnan í hólnum eru tvö op; tófugreni.

Hraunhveli myndast vegna þrýstingsáhrifa sem verða sökum mismunandi rennslishraða á milli hálfstorknaðs yfirborðs og hraunkviku undir. Hólar og hæðir í helluhraunum geta líka stafað af því að djúpir hraunstraumar kaffærðu hóla og hæðir sem fyrir voru í landslaginu. Mishæðirnar koma svo aftur í ljós þegar kvikan rennur undan storknaðri hraunskáninni í lok gossins og storkin kvikan sígur og sprungur myndast í skorpunni.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband