1. Stekkjarhraun

Stekkjahraun var friðlýst árið 2009. Ástæðan var ekki síst stekkurinn, sem þú stendur nú í. Markmiðið með friðlýsingu svæðisins er að vernda útivistarsvæði í fögru hraunumhverfi þar sem jafnframt er athyglisvert gróðurlendi og sérstakar menningarminjar í miðri íbúðabyggð. Stekkjarhraun er hluti af hraunum sem runnu í Búrfellseldunum fyrir rúmlega 7000 árum. Stekkjarhraun er í beinu framhaldi af Gráhelluhrauni og hefur hraunið runnið um þröngan farveg milli Setbergshlíðar og Mosahlíðar. Aðgengi að svæðinu er gott og er það því ákjósanlegt til fræðslu og útikennslu. Með friðlýsingunni er einnig verið að vernda votlendisbletti við Lækinn þar sem hann rennur með Stekkjarhrauni, en þar vaxa m.a. horblaðka og starir sem eru fágætar tegundir í þéttbýli.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband