14 Fremstihöfði

Á Fremstahöfða er varða, mark á landamerkjum Straums og Garðakirkjulands. Landamerkjabréf fyrir Hvaleyri var undirritað 7. júní 1890 og þinglýst tveimur dögum síðar. Samkvæmt því eru landamerkin svohljóðandi: Að norðanverðu: úr hinum stóra steini í Hvaleyrartjörn, sunnanvert við Skiphól uppí Fuglastapaþúfur; þær bera hvor í aðra; þaðan beina stefnu rjett fyrir sunnan Ásstekk; uppeptir þaðan í Bleikistein, sem er í norðanverðum Bleikisteinshálsi, þaðan um Hvaleyrar­selshöfða, Þormóðshöfða og Fremstahöfða upp í Steinhús.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband