Ratleikur Hafnarfjarðar 2016 hefst í vikunni


Ratleikur 2016 forsida vefNú er komið að 19. Ratleik Hafnarfjarðar. Kortin eru í prentun og verður dreift á fimmtudag auk þess sem umsjónarmaður verður með kort í bakpoka í miðbænum 17. júní.

Leikurinn stendur til 25. september en þemað í ár er landamerki og eyktarmörk. Leiðr leikurinn fólk vítt og breytt um bæjarlandið og út fyrir það. Sum merkjanna eru í bænum eða mjög skammt frá þeim en lengra er í önnur.

Að venju er minnt á drengilega keppni. Þeir sem skila inn þurfa að sjálfsögðu að hafa farið á viðkomandi staði og öll "lán" á númerum jafngildir svindli í leiknum.

Ekki gleyma að njóta leiðarinnar að merkjunum og gefið ykkur góðan tíma við þau og umhverfi þeirra. Sem fyrr er ekki heimilt að hreyfa við merkjunum eða að birta myndir af þeim þar sem lausnarorðin sjást.


Berið gjarnan út boðskapinn, deilið út þessum pósti og hvetjið fólk til að smella á LIKE á Facebook síðu Ratleiksins www.facebook.com/ratleiku


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband