19. Straumssel

Sel frá Straumi þróaðist um tíma í bæ, eitt fárra af u.þ.b. 350 þekktum seljum á Reykjanesskaganum. Búið var þar með hléum á 19. öld en húsin brunnu í lok aldarinnar. Selið fór eftir það í eyði en bæjartóftirnar eru all myndarlegar og vel greinilegar ásamt hlöðnum görðum umhverfis Seltúnið. Norðan við selið er vatnsból þar sem finna má merkið.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband