16. Draughólshraun

Draughólshraun er að öllum líkindum eitt fáfarnasta hraunið á Reykjanesskaganum. Reyndar er hraunið ekki víðfeðmt, en nægilega þó til þess að bæði fólk og skepnur, nema kannski refurinn, hafa löngum lagt lykkju á leið sína til að forðast að þurfa að ganga um það. Hraunið heitir eftir efsta stóra hólnum í hrauninu; Draughól. Það er dæmigert apalhraun. Líklega hefur nafngiftin komið til af því að fæla fólk frá því að fara um svæðið af ástæðu, eða sem vísbending um að þangað væri ekki óhætt að fara. Í raun er hraunið hluti af stærra hrauni, eða hraunum, á svæðinu. Meginhraunið umhverfis er Hrútagjárdyngjuhraunið.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband