Fastar síður

1. Klofaklettur

Klofaklettur. Hraunhveli eru einnig nefnd Troðhólar. Þau myndast vegna þrýstingsáhrifa sem verða sökum mismunandi rennslishraða á milli hálfstorknaðs yfirborðs og hraunkviku þar undir. Hólar og hæðir í helluhraunum geta líka stafað af því að djúpir...

2. Selhöfði

Selhöfði. Á Selhöfða, líkt og á flestum höfðunum ofan Hafnarfjarðar má sjá hvalbök; jökulrispaðar klappir. Jökulrákaðar klappir eru eitt af aðaleinkennum grágrýtissvæða sem skriðjöklar hafa farið yfir. Jökulsorfnir klapparhólar hafa oft sérkennilega...

3. Stórhöfði

Stórhöfði. Höfðinn er að mestu úr móbergi. Móberg er bergtegund, sem verður til við gos undir jökli eða vatni þar sem gosopið er nálægt eða rétt undir yfirborðinu, öfugt við bólstraberg, sem myndast djúpt undir vatni. Rétt undir yfirborðinu er...

4. Setbergshellar

Setbergsselsfjárhellir. Víða ofan byggða á Reykjanesskaganum, þ.á.m. ofan Hafnarfjarðar, má sjá hvernig fólk fyrrum nýtti sér umhverfið til hinna ýmsu nytja, s.s. hella og skjól. Hlaðið var fyrir munna og op til skjóls fyrir skepnur – og jafnvel...

5. Selvogsgata

Selvogsgata. Fyrir um tæplega 8000 árum varð eldgos sem myndaði eldborgina Búrfell fyrir suðaustan Hafnarfjörð. Í heild sinni nefnast þau Búrfellshraun, en þó bera ýmsir hlutar þess sérstök nöfn, svo sem Smyrlabúðarhraun, Gráhelluhraun, Lækjarbotnahraun,...

6. Selstígur

Selstígur. Fornar götur og leiðir lágu jafnan um slétt hraun og hraunkanta. Ein slík lá á með Stórhöfða frá Ási upp að Kaldárseli. Kaldársel var fyrrum sel frá Görðum, síðar frá Setbergi. Í millitíðinni hýstu bæði Krýsuvíkur-Gvendur og Þorsteinn...

7. Lambagjá

Lambagjá er stórbrotið dæmi um hrauntröð. Hún hefur nú verið friðuð. Í Lambagjá eru hlaðnar þverfyrirhleðslur á a.m.k. tveimur stöðum og einnig er hlaðið fyrir þar sem auðvelt hefur verið að komast upp úr gjánni miðsvæðis. Líklegt má telja að gjáin hafi...

8. Helgadalur

Í Helgadal er áberandi misgengisveggur. Misgengi verður þar sem jarðlög haggast og fletir brotsins ganga á misvíxl á brotalínu með tímanum. Sniðgengið verður þegar misgengisfletir renna lárétt fram hvor með öðrum. Sniðgengi geta gengið til hægri eða...

9. Fosshellir

Fosshellir er dæmigerð hraunrás innan við jarðfall í þeirri sömu og Rauðshellir og Hundraðmetrahellir milli Helgadals og Búrfellsgýgs. Um tíma var Rauðshellir nefndur Pólverjahellir, að sögn eftir pólskri áhöfn báts, sem dvaldist um tíma í...

10. Réttarklettar

Réttarklettar. Vestan Lónakost er strýtumyndaður hóll, nefndist Nípa. Þar upp af í hrauninu var fjárskjól, Nípuskjól og Nípurétt, tóft réttar við hellisskúta syðst í lægðinni. Nokkru lengra vestur eru klettastrýtur; Réttarklettar. Milli þeirra eru allvel...

11. Rauðamelsnáma

Óttarsstaðafjárborgin er heilleg menningararfleifð. Hún hefur einnig verið nefnd Kristrúnarborg eftir samnefndri konu Sveinsdóttur frá Óttarsstöðum, sem hafði forgöngu um byggingu hennar um 1870. Í Smalaskálahæðum eru sprungur. Ein þeirra kom við sögu í...

12. Melatíglar

Þorbjarnastaðarauðamelur. Rauðamelurinn sá er leifar af eldvarpi, sem myndaðist í sjó á sama hátt, líkt og svo margir aðrir í ágrenninu, s.s. Stóri Rauðamelur (nú eyðilagður vegna námuvinnslu) og Litli-Rauðamelur þar skammt frá. Melatíglar eru net...

13. Smyrlabúð

Smyrlabúð. Austanverð Smyrlabúð er dæmigert misgengi er verður til þar sem jarðlög haggast og fletir brotsins ganga á misvíxl á brotalínu o.s.frv., sbr. framangreint. Í ratleiknum er vísað til nokkurra sambærilegra misgengissvæða, s.s. í Helgadal og í...

14. Nýjahraun

Nýjahraun. Samkvæmt annálum urðu eldgos í Trölladyngjum á Reykjanesskaga árin 1151 og 1188. Líkur benda til að 1151 hafi Ögmundarhraun í Krýsuvík og Kapelluhraun sunnan Hafnarfjarðar runnið er umbrotahrina varð í eldstöðvarkerfi Trölladyngju. Hraunið var...

15. Litlu borgir

Litlu borgir. Skammt vestan við Litlu borgir eru a.m.k. tveir gervigígar. Gervigígur er náttúrufyrirbæri sem líkist eldgígi en er án gosrásar. Gervigígar myndast þegar hraun rennur yfir votan jarðveg á borð við mýri eða grunnt stöðuvatn. Vatnið nær að...

16. v/ Skúlatún

Skúlatún. Helluhraun eru jafnan slétt og greiðfær yfirferðar. Þau myndast einkum þegar um hreint hraungos án kvikustrókavirkni er að ræða. Yfirborð hraunanna storknar oft og myndast þannig fremur þunn og seig skán sem sígur áfram með rennslinu á bráðnu...

17. Gullkistugjá

Gullkistugjá er löng sprungurein sem fer m.a. í gegnum suðausturhluta Helgafells og suður um hraunið. Séra Friðrik Friðriksson stofnandi sumarbúða KFUM og K í Kaldárseli gaf sprungureininni nafnið Gullkistugjá. Manngerð brú er þvert yfir miðja gjána. Þar...

18. Gvendarselsgígar

Gvendarselsgígar kallast hraungígar á stuttri gossprungu í bakhlíðum Undirhlíða milli Kaldárbotna og Gvendarselshæðar. Talið er að gosið hafi um miðja 12 öld. Hraunið rann annarsvegar á milli Helgafells og Undirhlíða og niður með Kaldá en hinsvegar í...

19. Helgafell

Helgafell. Gatið í vestanverðu Helgafelli er til komið vegna ágangs vatns og vinda í kjölfar yfirgangs ísaldarjökulsins. Merkið er við kletta ofan við „gatið“. Fara þarf þarna varlega á þessum slóðum. Merkið er við klett ofan við...

20. Ker

Kerið er dæmigert sem einn af hinum fjölmörgu gígum á sprungurein er varð til í afgerandi eldgosinu árið 1151. Sprungureinin náði allt frá suðurströnd Reykjanesskagans, þar sem elsta frumbyggjabyggð landsins laut undir hraun, á um 25 km langri gossprungu...

21. Fjallgjá

Fjallsgjá er dæmigert dæmi um gliðnun jarðskorpunnar. Slíka gliðnun má sjá víða í gömlum hraunum á Skaganum. Hún er einkar greinilegust á Vogaheiðinni. Merkið er við háan gjábarm.

22. Fjallið eina

„Fjallið eina“ er í landamerkjalínu milli Krýsuvíkurlands og fyrrum Garðalands, annars vegar Grindavíkur og Hafnarfjarðar. Það þykir þó öllu merkilegra vegna bergstapans ofanverðan. Við gos undir jökli fyrrum jökulskeiðs náði goshrinan endrum...

23. Sauðabrekkur

Sauðabrekkur. Meginhluti Almennings er hraun úr Hrútagjárdyngju. Þó má sjá yngri hraun þar inni á milli, s.s. hraun úr gígum Sauðabrekkugjár. Hraunið hefur verið þunnfljótandi og líklega tekið fljótt af. Meginhluti hraunsins er, líkt og gígarnir, norðan...

24. Sauðabrekkugjá

Sauðabrekkugjá. Hrauntungustígurinn er ein af hinum gömlu þjóðleiðum millum Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur. Markmiðið var að eftir þessa ferð lægi ljóst fyrir hvar „meginleið“ Hrauntungustígsins hafi legið fyrrum. Sem fyrr sagði var...

25. Draughólshraun

Draughólshraun er dæmigert apalhraun. Apalhraun er skilgreint sem úfið hraun er verður til í þeim eldgosum þar sem er flæðigos með basískri, ísúrri eða súrri kviku. Apalhraun er myndast þar sem seigfljótandi kvika flæðir í opnum rásum (hrauntröðum). Þar...

26. Óttarsstaðaselsrétt

Óttarsstaðselsrétt – nátthagi. Í seljum fyrrum, er lögðust af hér á Reykjanesskaganum í kringum 1870, var magvíslegur húsakostur, auk meðfylgjandi nytjastaða, s.s. vatnsból, fjárskjól, stekki o.m.fl. Nátthagahleðslurnar ofan við Óttarsstaðasel...

27. Urðarás

Urðarás er merkilegt jarðfræðifyrirbæri. Um er að ræða svonefndan „brothring“. Hraunið hefur fallið niður á nokkrum kafla eftir að neðanjarðarhrauná, sennilegast úr Hrútagjárdyngju, hefur stíflast og glóandi hraunkvikan með þrýstingi sprengt...

1 - Grísanes

Umhverfis Ástjörn eru nokkrar grónar tóftir frá fyrri tíð. Gatan frá Ási að Ásseli við Hvaleyrarvatn lá um Skarið. Norðan við það, vestan götunnar er grjóthlaðinn stekkur.

2 - Lækjarbotnar

Þegar gengið er upp með læknum er kemur úr Lækjarbotnum má sjá hvar hann liðast með norðurjaðri Stekkjarhrauns og Gráhelluhrauns (Lækjarbotnahrauns). Við upptökin eru hleðslur undan timburhúsi, sem þar stóð um tíma á vatnsþró. Frá húsinu lá trépípa niður...

3 - Frakkastígur

Yfir Selvogsgötuna liggur slóði, Frakkastígur. Um er að ræða línuveg, nefndur eftir verkamönnunum er reistu háspennumöstrin óálitlegu. Merkið er við reiðgötuna.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband