Göngugarpur

10. Réttarklettar

Réttarklettar. Vestan Lónakost er strýtumyndaður hóll, nefndist Nípa. Þar upp af í hrauninu var fjárskjól, Nípuskjól og Nípurétt, tóft réttar við hellisskúta syðst í lægðinni. Nokkru lengra vestur eru klettastrýtur; Réttarklettar. Milli þeirra eru allvel...

11. Rauðamelsnáma

Óttarsstaðafjárborgin er heilleg menningararfleifð. Hún hefur einnig verið nefnd Kristrúnarborg eftir samnefndri konu Sveinsdóttur frá Óttarsstöðum, sem hafði forgöngu um byggingu hennar um 1870. Í Smalaskálahæðum eru sprungur. Ein þeirra kom við sögu í...

12. Melatíglar

Þorbjarnastaðarauðamelur. Rauðamelurinn sá er leifar af eldvarpi, sem myndaðist í sjó á sama hátt, líkt og svo margir aðrir í ágrenninu, s.s. Stóri Rauðamelur (nú eyðilagður vegna námuvinnslu) og Litli-Rauðamelur þar skammt frá. Melatíglar eru net...

13. Smyrlabúð

Smyrlabúð. Austanverð Smyrlabúð er dæmigert misgengi er verður til þar sem jarðlög haggast og fletir brotsins ganga á misvíxl á brotalínu o.s.frv., sbr. framangreint. Í ratleiknum er vísað til nokkurra sambærilegra misgengissvæða, s.s. í Helgadal og í...

14. Nýjahraun

Nýjahraun. Samkvæmt annálum urðu eldgos í Trölladyngjum á Reykjanesskaga árin 1151 og 1188. Líkur benda til að 1151 hafi Ögmundarhraun í Krýsuvík og Kapelluhraun sunnan Hafnarfjarðar runnið er umbrotahrina varð í eldstöðvarkerfi Trölladyngju. Hraunið var...

15. Litlu borgir

Litlu borgir. Skammt vestan við Litlu borgir eru a.m.k. tveir gervigígar. Gervigígur er náttúrufyrirbæri sem líkist eldgígi en er án gosrásar. Gervigígar myndast þegar hraun rennur yfir votan jarðveg á borð við mýri eða grunnt stöðuvatn. Vatnið nær að...

16. v/ Skúlatún

Skúlatún. Helluhraun eru jafnan slétt og greiðfær yfirferðar. Þau myndast einkum þegar um hreint hraungos án kvikustrókavirkni er að ræða. Yfirborð hraunanna storknar oft og myndast þannig fremur þunn og seig skán sem sígur áfram með rennslinu á bráðnu...

17. Gullkistugjá

Gullkistugjá er löng sprungurein sem fer m.a. í gegnum suðausturhluta Helgafells og suður um hraunið. Séra Friðrik Friðriksson stofnandi sumarbúða KFUM og K í Kaldárseli gaf sprungureininni nafnið Gullkistugjá. Manngerð brú er þvert yfir miðja gjána. Þar...

18. Gvendarselsgígar

Gvendarselsgígar kallast hraungígar á stuttri gossprungu í bakhlíðum Undirhlíða milli Kaldárbotna og Gvendarselshæðar. Talið er að gosið hafi um miðja 12 öld. Hraunið rann annarsvegar á milli Helgafells og Undirhlíða og niður með Kaldá en hinsvegar í...

10 - Fjallið eina

Fjallið eina er móbergshnúkur (223 m.y.s). Það varð til undir ísbreiðu, en efsti hluti þess, grágrýtiskollurinn, náði upp úr henni, eins og sjá má.

11 - Kýrskarð

Dalaleiðin frá Kaldárseli lá um Kýrskarð og út með Bakhlíðum (Gvendarselshlíð). Ofarlega í auðgengu skarðinu er gróin hrauntröð.

12 - Ker

Kerin eru tveir fallegir gígar utan í Undirhlíðum. Sjá má slétt helluhraun framundan, en það mun hafa komið úr gígum þessum. Ofan við vestari gíginn er hátt birkitré, að sögn kunnugra, eitt það hæsta villta hér á landi.

13 - Bakhlíðar

Gvendarselsgígar kallast hraungígar á stuttri gos­sprungu í bakhlíðum Undirhlíða milli Kaldárbotna og Gvendar­selshæðar. Talið er að gosið hafi um miðja 12 öld. Hraunið rann annars vegar á milli Helgafells og Undirhlíða og niður með Kaldá en hins vegar í...

14 - Dalaleið

Dalaleiðin lá um Slysadal og Breiðdal. Suðaustan þeirra er vatnsstæði, lítil tjörn, sem nýtt var frá selstöðu í Fagradal.

15 - Hrauntunguskúti

Hrauntunguskúti er einn af fjölmörgum fjárskjólum í Hraununum. Myndarlegar hleðslur eru beggja vegna opsins, sem á sumrum er falið á bakvið mikið og þétt birkitré. Varða er ofan við hellinn.

16 - Fornarsel

Vatnsstæði, sem aldrei þornar, er við selið, sem verið hefur með tvískiptum húsakosti, sem verður að teljast sjaldgæft í þeim 400 selstöðum er enn má greina á Reykjanes­skaganum. Eldhúsið stendur skammt vestan við baðstofuna og búrið. Vestar er...

17 - Sjónarhólsskúti

Landamerki Lónakots og Óttarsstaða liggur frá sjó suðsuðaustur í Sjónarhól. Á honum er Sjónarhólsvarða, en suður frá honum er Sjónarhólshellir/-skúti, fjárhellir stór inni í krika. Hann var áður yfirreftur, en nú er það dottið mikið niður. Skammt austur...

14. Lónakotssel

Í Örnefnalýsingu fyrir Lónakot segir: „Eins og segir í landamerkjalýsingu Lónakots og Óttarsstaða, liggur landamerkjalínan úr Sjónarhól í Vörðu eða Klett austan til við Lónakotssel. Þar höfðu í seli auk Lónakotsbónda hjáleigumenn frá Óttarsstöðum....

9. Dauðadalahellar

Tvíbollahraun og Hellnahraun yngra runnu um 950 e. Kr. Í hraununum norðvestan við Markraka eru Dauðadalahellar, fallegar og jafnvel flóknar hraunrásir. Þarna gætu hafa runnið fyrstu hraunin á Íslandin eftir að búseta hófst og hellar þess þá fyrstu hellar...

10. Aukahola

Landið stendur á Reykjaneshryggnum, sem er úthafshryggur, á mótum tveggja jarðskorpufleka, Evrasíuflekans í austri og Ameríkuflekans í vestri. Flekana rekur um 1 cm í hvora átt á ári að meðaltali. Ummerki þessa mátti sjá í sniðgengi, mikilli sprungu...

11. Snókalönd

Snókalönd eru tveir hrísvaxnir hólmar sem Bruninn rann ekki yfir á sínum tíma. Nafnið tengist trúlega snókahvönn en orðið snókur þýðir kriki eða rani. Einstigi liggur frá Stórhöfðastíg í Blettina sem er annað nafn yfir þessa...

12. Rétt

Þorbjarnarstaðir fóru í eyði um 1939. Tóftir Þorbjarnastaða eru ekki einungis verðmætar vegna þess að þær eru einu ummerkin eftir hinn dæmigerða íslenska torfbæ í núverandi landi Hafnarfjarðar, heldur og vegna þess að þær segja sögu þess fólks, sem þar...

13. Óttarsstaðaborg

Fjárborgin er stundum nefnd Kristrúnarborg eftir Kristrúnu Sveinsdóttur frá Óttarsstöðum, sem hlóð hana ásamt vinnumanni sínum, Guðmundi Sveinssyni, um 1870.

15. Rauðamelsrétt

Skammt vestan við Rauðamelskletta er víð hraunsprunga, gróin í botninn. Í henni er heilleg há fyrirhleðsla. Þarna hefur annað hvort verið nátthagi eða gerði. Skammt suðaustan sprungunnar er fallegt, nokkuð stórt skjól með op mót norðvestri. Skammt suður...

16. Draughólshraun

Draughólshraun er að öllum líkindum eitt fáfarnasta hraunið á Reykjanesskaganum. Reyndar er hraunið ekki víðfeðmt, en nægilega þó til þess að bæði fólk og skepnur, nema kannski refurinn, hafa löngum lagt lykkju á leið sína til að forðast að þurfa að...

17. Kolbeinshæðarhellir

Kolbeinshæð er mitt á milli Efrihella og Gjásels. Þar var haglendi sauða árið um kring. Búsmalinn átti öruggt skjól á sumrin í Kolbeinshæðarskjóli og góða vetrarvist í Kolbeinshæðarhelli, sem var með fyrirhleðslu og reft yfir til að verjast...

18. Laufhöfðavarða

Laufhöfðavarða stendur á klettasnös og vísar leiðina á milli Þorbjarnarstaða og Gjásels, Fornasels og Fjárborgarinnar. Vestan vörðunnar eru þrjár smávörður sem vísa á Illuholu, jarðfall sem gat reynst hættulegt mönnum og búfénaði, sérstaklega að...

10 Markasteinn

Markasteinn (Markaklettur, Merkjasteinn) er neðarlega í suðaustast í Syðsta-Tjarnholti. Hann er stór klettur með grasþúfu upp á. Steinninn er á mörkum Urriðakots, Garðakirkjulands og Setbergs. Í Markasteini átti að búa

11 Selshellir

Selshellir er tvískiptur; annars vegar er Setbergsfjárhellir og hins vegar Hamarskotsfjárhellir. Landamerkin liggja um miðjan hellinn, eins og sjá má á landamerkjavörðunni ofan og skammt austan hans. Fyrirhleðsla í miðjum hellinum aðskilur selstöðurnar....

12 Moldarkriki

Um Moldarkrika liggja gömul hornmörk Hvaleyrar og Jófríðastaðar (Ófriðarstaðar) og Hamarskots (Garðakirkjulands). Hamarskot nýtti sér um tíma hrístöku í Gráhelluhrauni í óþökk Garðaprests, auk selstöðu efst í hrauninu.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband