Göngugarpur

13 Þormóðshöfði

Á Þormóðshöfða er varða; landamerki Hvaleyrar og Áss. Höfðarnir ofan Hvaleyrarvatns heita auk Húshöfða, Selhöfði, Stórhöfði, Þormóðshöfði.

14 Fremstihöfði

Á Fremstahöfða er varða, mark á landamerkjum Straums og Garðakirkjulands. Landamerkjabréf fyrir Hvaleyri var undirritað 7. júní 1890 og þinglýst tveimur dögum síðar. Samkvæmt því eru landamerkin svohljóðandi: Að norðanverðu: úr hinum stóra steini í...

15 Steinhús

Steinhús (einnig nefnt Steinhes) er náttúrulegt „hús“ á landamerkjum Hvaleyrar og Garða. Í eiginhandarbréfi séra Árna Helgasonar í Görðum til sýslumanns, dags. í Görðum 1848, segir m.a. um mörkin: „Á sydri hraunbrúnina hjá Nordurhellrum...

16 Markahóll

Um Markahól liggur markalínan milli Straums og Óttarsstaða skv. landamerkjabréfi fyrir Straum, sem var undirritað 31. maí 1890 og þinglýst 9. júní sama ár. Samkvæmt því eru landamerkin svohljóðandi: Landamerki milli Straums og Óttarstaða, byrja við sjó á...

17 Stóri-Nónhóll

Stóri-Nónhóll er eyktarmark frá Straumi (kl. 15). Hann er jafnframt á landamerkum Straums og Óttarsstaða.

18 Miðmundarvarða

Miðmundarvarða er á Miðmundarhæð. Hún á skv. örnefnalýsingu að vera eyktarmark frá Þorbjarnarstöðum. Um vörðuna liggja mörk Straums og Þorbjarnarstaða fyrrum. Líklegra er þó að varðan hafi verið eyktarmark frá Straumi, ef örnefnið er rétt. Af stefnunni...

10. Víghóll

Örnefnið „Víghóll“ er og hefur verið torræðni. Það er víðar til, en kunnugt er um fjóra aðra Víghóla á Suðvesturlandi: einn í Selvogi, tvo í Garðabæ og einn í Mosfellssveit, auk fleiri á landinu öllu. Engra þessara nafna er getið í fornum...

11. Kringlóttagjá

11. Kringlóttagjá er fornt hrauntjarnarstæði frá afrennsli Búrfells. Hún líkist Gjánum norðvestan við Kaldársel - enda varð hún til í sömu goshrinu. (Búrfell). Barmarnir eru 5-10 metra háir og mynda óreglulega skál sem er um 200-300 metrar að ummáli með...

12. Strandatorfur

Strandatorfur eru tvær. Þær eru ílangar tóur undir aflöngum klettaborgum. Allt umleikis eru nýrri hraun. Selvogsgatan forna liggur skammt austan við þær. Augljóst er að þarna hafa verið áningarstaðir fyrrum – sem og hrístaka. Neðri Strandatorfan...

13. Leynir

Leynir er í Leynidölum. Örnefnið er algengt, oftast gefið þeim stöðum eru voru í hvarfi frá bæ eða alfaraleið. Landamerki Hvaleyrar og Stóra Lambhaga (nú að mestu horfið undir álverið) má sjá í Leynidölum; merkin má sjá í óskráðum vörðum, sem liggja um...

14. Þorbjarnarstaðaker

Í örnefnalýsingu Þorbjarnarstaða segir: „Rétt sunnan við „Skarðið“ var vik í „Brunann“. Hér vestur af eru klettaborgir miklar; í lægð milli þeirra er Þorbjarnarstaðaker, djúpt jarðfall, og var þar hætta fyrir fé. Það komst...

15. Gamla Afstapahraun

Gamla Afstapahraun rann frá eldvörpunum norðan Trölladyngju, alla leið niður að Selhrauni ofan Þorbjarnarstaða. Að vísu hefur verið talsverður ruglingur á þessu öllu saman í gegnum tíðina því svonefnt Afstapahraun, sem við þekkjum, var talið hafa verið...

16. Skálin - Smalaskálaker

Í Smalaskálahæð er „Skálin“ (Smalaskálaker), skjólgóður rauðamalarhóll í einu af fjölmörgum hraunbollum Hrútagjárhrauns. Árið 1974 var þarna komið fyrir „listaverki“; „Húsbyggingin“ (Das Haus Projekt) eftir Hrein...

17. Litli-Rauðamelur

Rauðmalarhólar myndast þegar hraun renna út í stöðuvötn eða mýrlend – eða gos verður í sjó eða vatni. Nánast allir rauðhólar í nágrenni byggðarinnar eru nú horfnir því afrakstur þeirra hefur verið notaður í húsbyggingar og vegagerð. Á þessum stað...

18. Hrauntungur

Hrauntungur (Hrauntunga) er geil inn í Brunann (Nýja Hraun – Kapelluhraun), sem nánast hafði tekist að króa af vinina og útrýma henni. Hraunið í tungunni er frá Hrútargjárdyngju og því árþúsundum eldra, enda stangast þétt birkið og fjölbreyttur...

10. Gálgaklettar:

Við Selvogsgötuna austan Helgafells má finna Gálgakletta sem svipar mjög til klettanna á Stafnesi. Á svæðinu eru fjölbreytt hraun, gróin svæði og klettabelti. Klettarnir sjást vel ef Selvogsgötunni er fylgt til austurs þegar komið er yfir ásinn austan...

11. Gerði:

Við Stórhöfðastíginn, í Brunntorfum, rétt við Krýsuvíkurveg má finna hlaðið gerði. Gerðið er eitt af mörgum slíkum í Brunntorfum. Þau voru ýmist notuð sem aðhald, til rúninga eða annarra nota. Gróningarnir hafa einnig verið nefndir Brundtorfur og...

12. Stórhöfðastígur:

Þegar Stórhöfðastígur fer yfir Krýsuvíkurveginn liggur hann meðfram veginum og hraunkantinum. Þar skammt ofar er áberandi klofinn klettur þar sem merkið er að finna. Kletturinn er í rauninni klofinn hraundrangi á hraunbrúninni, stundum nefndur...

13. Þorbjarnarstaðaborg:

Sunnan til í vesturjaðri Brunans (Nýjahrauns/Kapellu-hrauns) er að finna veglega hringlaga hlaðna fjárborg með skilvegg í miðju. Veggurinn bendir til þess að topphlaða hafi átt borgina. Verkið unnu börnin á Þorbjarnarstöðum í Hraunum í kringum 1900....

14. Gránuskúti:

SV við grasivaxið Gjáselið er fjárskjól, sem hlaðið er fyrir. Opið er er nú umvafið birkikjarri. Laufhöfðavarðan er áberandi á svæðinu (vestan við selið), fast við Gjáselsstíginn frá Þorbjarnarstöðum. Í suður frá henni má sjá mælistand á...

15. Straumssel:

Sel frá Straumi þróaðist um tíma í bæ, eitt fárra af u.þ.b. 350 þekktum seljum á Reykjanesskaganum. Búið var þar með hléum á 19. öld en húsin brunnu í lok aldarinnar. Þegar Guðmundur Guðmundsson keypti Straumsjörðina af Páli Árnasyni sem hafði keypt hana...

16. Óttarsstaðasel:

Óttarsstaðasel eru rústir dæmigerðrar selstöðu; baðstofa, búr og hliðsett eldhús. Dæmigerðar selsminjar eru allt umhverfis; s.s. stekkur, nátthagi, nokkur fjárskjól, selsvarða og vatnsból að ógleymdum selstígnum (því ekki notuðu men þyrlur fyrrum til að...

17. Meitlaskjól:

Fjárskjól í klofnum hraunhólum rétt vestan við Óttarsstaða-selsstíg. Þetta er eitt af nokkrum fjárskjólum við selsstíginn. Þegar gengið er selsstíginn er ekki úr vegi að kíkja á Sveinsskúta (hlaðið fjárskjól) og Bekkjarskúta (hlaðið fjárskjól). Merkið er...

18. Gvendarbrunnshæðarskjól:

Fjárskjól frá Óttarsstöðum skammt frá Alfaraleiðinni, norðvestan við Gvendarbrunn; sögufrægt vatnsból. Gvendarbrunnar (Gvendarhola) eru a.m.k. fimm talsins á Reykjanesskaganum. Öll rekja örnefnin til sagna af Guðmundi góða (1161 –1237) biskupi í...

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband