Ratleikurinn 2019 er hafinn

Ratleikur Hafnarfjarðar er nú hafinn í 22. sinn.

Þema leiksins í ár er „jarðmyndanir“ Fjölmargt hefur áhrif á útlit landsins og áhrifavaldarnir geta verið eldgos, jarðhræringar, veður og vatn en leikurinn leiðir að ýmsum áhugaverðum stöðjm.

Markmið leiksins að leiða þátttakendur vítt og breitt um uppland Hafnarfjarðar og njóta útivistar og náttúrunnar.

Guðni Gíslason leggur leikinn í 12. sinn en það er Hönnunarhúsið ehf. sem gefur út leikinn í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ.

19 Helgafell

Aðalstyrktaraðili leiksins er VHE ehf. en meðal annarra styrktaraðila eru: Hafnarfjarðarbær, Oriog, Hafnarfjarðarhöfn, Altis, Ban Kúnn, Landsnet, Gámaþjónustan, Gróðrarstöðin Þöll, Fjarðarfréttir, Músik og sport, Von mathús, Fjörukráin, Burger-inn, Fjarðarkaup og Ferlir.is

Nálgast má kortin á eftirfarandi stöðum:
- Ráðhúsi Hafnarfjarðar
- Bókasafni Hafnarfjarðar
- Fjarðarkaupum
- Suðurbæjarlaug
- Ásvallalaug
- bensínstöðvum
- Músik og sport
- Fjallakofanum
- Altis
- Burgerinn
og jafnvel víðar!

Góða skemmtun og munið að deila upplifun ykkar úr leiknum (ekki birta lausnarorðin) Notið myllumerkið #Ratleikur2019 bæði á Facebook og Instagram.

 


Ratleikur Hafnarfjarðar 2018 hafinn!

Ratleikur_2018_forsidaRatleikur Hafnarfjarðar er nú hafinn í 21. sinn.

Þema leiksins í ár er „þjóðleiðir“ sem fólk og dýr hafa markað í aldanna rás. Gróður og minni umferð valda því nú að margar þeirra eru að hverfa svo mikilvægt er að halda þeim við, ganga og merkja.

Þjóðleiðirnar leiða þátttaendur á ýmsa staði og því er líklegt að fólk upplifi mun meira en þá staði sem merkin eru á.

Markmið leiksins að leiða þátttakendur vítt og breitt um uppland Hafnarfjarðar og njóta útivistar og náttúrunnar.

Guðni Gíslason leggur leikinn í 11. sinn en það er Hönnunarhúsið ehf. sem hefur umsjón með útgáfunni í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ.

Aðalstyrktaraðili leiksins er VHE ehf. en meðal annarra styrktaraðila eru: Hafnarfjarðarbær, Oriog, Hafnarfjarðarhöfn, Altis, Landsnet, Gaman ferðir, Gámaþjónustan, Gróðrarstöðin Þöll, Fjarðarfréttir, Músik og sport, Von mathús, Fjörukráin, Burger-inn, Fjarðarkaup og Ferlir.is

Nálgast má kortin á eftirfarandi stöðum:

- Ráðhúsi Hafnarfjarðar
- Bókasafni Hafnarfjarðar
- Fjarðarkaupum
- Suðurbæjarlaug
- Ásvallalaug
- bensínstöðvum
- Músik og sport
- Fjallakofanum
- Altis
- Burgerinn
og jafnvel víðar!

Góða skemmtun og munið að deila upplifun ykkar úr leiknum (ekki birta lausnarorðin) Notið myllumerkið #Ratleikur2018# bæði á Facebook og Instagram.


20. Ratleikur Hafnarfjarðar er hafinn

Ratleikur 2017 forsidaTuttugasti Ratleikur Hafnarfjarðar er hafinn.

Í tilefni tímamótanna er þemað Brot af því besta, valdir staðir úr öðrum leikjum auk viðbótar.

Munið að það er ávallt eitthvað meira spennandi nálægt ratleiksstöðunum enda markmið leiksins að leiða þátttakendur vítt og breitt um uppland Hafnarfjarðar og njóta útivistar og náttúrunnar.

Guðni Gíslason leggur leikinn í 10. sinn en það er Hönnunarhúsið ehf. sem hefur umsjón með útgáfunni í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ.

Aðalstyrktaraðili leiksins er VHE ehf. en meðal annarra styrktaraðila eru: Hafnarfjarðarbær, Hafnarfjarðarhöfn, Altis, Landsnet, Gaman ferðir, Gámaþjónustan, Gróðrarstöðin Þöll, Fjarðarfréttir, Músik og sport, Von mathús, Fjörukráin, Burger-inn, Hafís, Fjarðarkaup og Ferlir.is

Nálgast má kortin á eftirfarandi stöðum: 

- Ráðhúsi Hafnarfjarðar
- Bókasafni Hafnarfjarðar
- Fjarðarkaupum
- Suðurbæjarlaug
- Ásvallalaug
- Ásvöllum
- Músik og sport
- Fjallakofanum
- Altis
- Burgerinn
og jafnvel víðar!

Góða skemmtun og munið að deila upplifun ykkar úr leiknum (ekki birta lausnarorðin) Notið myllumerkið #Ratleikur2017# bæði á Facebook og Instagram

Finnið okkur á Facebook: www.facebook.com/ratleikur


20. Ratleikur Hafnarfjarðar alveg að hefjast

Búið er að prenta nýja Ratleikskortið og beðið eftir að fá kortin úr bókbandi. Þá er ekkert því til fyrirstöðu að 20. Ratleikur Hafnarfjarðar hefjist.

Fylgist með!


Ratleikskortin komin í dreifingu - Frítt ratleikskort

Ratleikur Hafnarfjarðar 2016 er hafinn og má nálgast kortin á eftirfarandi stöðum: 

- Ráðhúsi Hafnarfjarðar
- Bókasafni Hafnarfjarðar
- Fjarðarkaupum
- Suðurbæjarlaug
- Ásvallalaug
- Ásvöllum
- Músik og sport
- Fjallakofanum
- Altis
- Hress
- Burgerinn
og jafnvel víðar!

Góða skemmtun og munið að deila upplifun ykkar úr leiknum (ekki birta lausnarorðin) Notið myllumerkið ‪#‎ratleikur2016‬ bæði á Facebook og Instagram


Ratleikur Hafnarfjarðar 2016 hefst í vikunni


Ratleikur 2016 forsida vefNú er komið að 19. Ratleik Hafnarfjarðar. Kortin eru í prentun og verður dreift á fimmtudag auk þess sem umsjónarmaður verður með kort í bakpoka í miðbænum 17. júní.

Leikurinn stendur til 25. september en þemað í ár er landamerki og eyktarmörk. Leiðr leikurinn fólk vítt og breytt um bæjarlandið og út fyrir það. Sum merkjanna eru í bænum eða mjög skammt frá þeim en lengra er í önnur.

Að venju er minnt á drengilega keppni. Þeir sem skila inn þurfa að sjálfsögðu að hafa farið á viðkomandi staði og öll "lán" á númerum jafngildir svindli í leiknum.

Ekki gleyma að njóta leiðarinnar að merkjunum og gefið ykkur góðan tíma við þau og umhverfi þeirra. Sem fyrr er ekki heimilt að hreyfa við merkjunum eða að birta myndir af þeim þar sem lausnarorðin sjást.


Berið gjarnan út boðskapinn, deilið út þessum pósti og hvetjið fólk til að smella á LIKE á Facebook síðu Ratleiksins www.facebook.com/ratleiku


Úrslit í Ratleik Hafnarfjarðar 2015

Uppskeruhátíð Ratleiks Hafnarfjarðar var haldin í gær.

Þátttaka var mjög góð í ár og 154 af þeim sem tóku þátt skiluðu inn úrlausnum sínum í von um vinning. Eru það um 30% fleiri en í fyrra. Alls fóru 86 á alla staðina 27 sem er heil 60% aukning frá því í fyrra. 39 fóru á a.m.k. 18 staði og 29 fóru á a.m.k. 9 staði. Fjölmargir skila ekki inn úrlausnum og algengt er að "gestir" komi með í einstaka ferðir. Með það í huga má gera ráð fyrir því að ratleiksstaðirnir hafi verið heimsóttir hátt í FIMM ÞÚSUND sinnum!!

Þannig nær leikurinn svo vel tilgangi sínum svo vel að fá bæjarbúa og nágranna til að upplifa náttúruna í bæjarlandinu og hið næsta okkur.

Úrslit:

Þrautakóngur (27 staðir):

1. sæti, Kristbjörg Lilja Jónsdóttir, Vesturvangi 28
- hún fékk árskort í Hress heilsurækt, verðmæti, 71.990,-

2. sæti, Guðný Steina Erlendsdóttir, Hjallabraut 4
- hún fékk 6 mánaða sundkort frá Hafnarfjarðarbæ, verðm. 14.400,-

3. sæti, Helga María Hlynsdóttir, Fjörugranda 2, Reykjavík
- Hún fékk göngustafi og sokka frá Músik og sport, verðm. 9.850,-

Göngugarpur (18 staðir):

1. sæti, Sigrún Birna Úlfarsdóttir, Lindarbergi 32
- Scarpa Mojito skór frá Fjallakofanum, verðmæti 24.995,-

2. sæti, Dagný B. Sigurðardóttir, Erluási 52
- 15 þús. kr. gjafabréf frá Altis

3. sæti, Jóhann Gunnarsson, Kelduhvammi 13
- 6 mánaða sundkort frá Hafnarfjarðarbæ, verðmæti 14.400,-

Léttfeti (9 staðir):

1. sæti, Þór Sigurðsson, Miðbraut 2, Seltjarnarnesi
- 6 mánaða kort í Hress, heilsurækt, verðm. 46.990,-

2. sæti, Aníta Hnát Jónsdóttir, Berjavöllum 6
- 3 mánaða kort í Hress líkamsrækt, verðm. 26.990,-

3. sæti, Ægir Ellertsson, Birkibergi 16
- 6 mánaða sundkort frá Hafnarfjarðarbæ, verðm. 14.400,-

7 heppnir viðstaddir þáttttakendur voru dregnir út:

Sigrún Eygló Lárusdóttir
- köldverður í Fjörukránni fyrir tvo, verðm. 14.000

Bjartur Fannar Vilhjálmsson
- kvöldverður í Fjörukránni fyrir tvo, verðm. 14.000

Ólöf Þóra Sveinbjörnsdóttir
- göngustafir og sokkar frá Músik og sport, verðm. 9.850,-

Agnes Agnarsdóttir
- Höfnin, 100 ára afmælisrit Hafnarfjarðarhafnar, verðm. 7.999,-

Jóhann Samsonarson
- Höfnin, 100 ára afmælisrit Hafnarfjarðarhafnar, verðm. 7.999,-

Arnar Freyr Hallgrímsson
- Höfnin, 100 ára afmælisrit Hafnarfjarðarhafnar, verðm. 7.999,-

Adam Breki Birgisson
- 6 mánaða sundkort frá Hafnarfjarðarbæ, verðm. 14.400,-

Aðalstyrktaraðili leiksins í ár var VHE auk Hafnarfjarðarbæjar. Öllum styrktaraðilum er þakkaður stuðningurinn og þátttakendum fyrir ánægjulegt samstarf. Vonandi sjáumst við í Ratleiknum að ári.

Sjá myndir á https://www.facebook.com/ratleikur 


Ratleikurinn hefst í næstu viku

WP 20150531 22 45 16 Pro resizeRatleikur Hafnarfjarðar 2015 hefst í næstu viku. Búið er að leggja út öll ratleiksmerki og kortið er á leiðinni í prentun. Nánari dagsetning verður gefin upp strax eftir helgi.

Þemað í ár eru hraun- og jarðmyndanir en gríðarlega mörg hraun umlykja bæinn. Við rennsli þeirra, storknun og jarðskorpuhreyfingar hafa myndast fjölskrúðugar jarðmyndanir sem áhugavert er að skoða.


WP 20150601 21 38 40 Pro resizeAð þessu sinni er ekki mjög langar gönguleiðir að merkjunum eins og oft hefur verið og auðvitað munu vant ratleiksfólk kannast við einhverja staði. Á hverju ári bætast nýir þátttakendur í hópinn og er það sérstaklega ánægjulegt.

Að venju er minnt á drengilega keppni. Þeir sem skila inn þurfa að sjálfsögðu að hafa farið á viðkomandi staði og öll "lán" á númerum jafngildir svindli í leiknum.

Ekki gleyma að njóta leiðarinnar að merkjunum og gefið ykkur góðan tíma við þau og umhverfi þeirra. Sem fyrr er ekki heimilt að hreyfa við merkjunum eða að birta myndir af þeim þar sem lausnarorðin sjást.

WP 20150531 21 11 17 Pro resizeBerið gjarnan út boðskapinn, deilið út þessum pósti og hvetjið fólk til að smella á LIKE á Facebook síðu Ratleiksins www.facebook.com/ratleikur 


Ratleikur Hafnarfjarðar 2015 í fullum undirbúningi

Meginþema Ratleiks Hafnarfjarðar í ár er jarðmyndanir. Minnt er á mikilvægi þess að varðveita merkilegar jarðmyndanir en víða hefur verið farið mjög óvarlega.

Sem fyrr er Ratleikurinn gefinn út af Hönnunarhúsinu ehf. í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ og sér Guðni Gíslason um lagningu leiksins og umsjá með honum. Ómar Smári Ármannsson,sem manna best þekkir Reykjanesið og heldur úti hinni merkilegu síðu www.ferlir.is, hefur lagt til punktana og fróðleik um þá. Er honum færðar bestu þakkir fyrir það.

VHE, Vélaverkstæði Hjalta Einarsson, er aðalstyrktaraðili Ratleiksins í ár en fjölmörg fyrirtæki leggja leiknum lið með auglýsingum og með því að gefa vinninga. Er þeim einnig þakkaður stuðningurinn.

Markmið leiksins er að fá Hafnfirðinga og nærsveitamenn til að kynnast upplandi Hafnarfjarðar og nágrenni betur og læra að njót þeirra miklu náttúruminja sem þar er að finna og upplifa hina miklu sögu.


Ratleikurinn hefst í dag!

Ratleikur kort
Í 17. sinn er bæjarbúum og öðrum boðið upp á ratleik í upplandi Hafnarfjarðar í allt sumar. Ratleiksmerki eru á 27 stöðum og í ár er þátttakendum beint inn á fornar þjóðleiðir, sumar stikaðar og aðrar ekki. Sumar eru mjög greinilegar eftir alda notkun en aðrar eru að hverfa í vaxandi gróður í hraununum. Leikurinn leiðir fólk á gömul sel, vatnsból, fallegar hraunmyndanir, staði með sögu og umfram allt á staði sem áhugavert er að ganga til. Það að finna merki er aðeins lokatakmarkið, leiðin að því er jafnvel enn skemmtilegri.
 
Markmið leiksins
Alfaraleið
Margir þátttakendur hafa lýst undrun sinni og gleði yfir því að hafa uppgötvað náttúruperlur svo skammt frá bænum en markmið með leiknum er að fá bæjarbúa til kynnast betur landinu hið næsta okkur og sögu þess. Víða eru ummerki forfeðra okkar og búskapar þeirra. Þau ummerki eru kannski ekki öll stór en segja gríðarlega mikla sögu. Sums staðar hefur fól reist sér vistarverið og dvalið um lengri eða skemmri tíma, á stöðum þar sem aðgengi að hreinu vatni var slæmt og langt til byggða.
Hönnunarhúsið ehf. gefur leikinn út fyrir Hafnarfjarðarbæ og hefur gert undanfarin ár. Guðni Gíslason, skáti og ritstjóri Fjarðarpóstsins leggur leikinn og hefur umsjón með honum en hann naut dyggrar aðstoðar Ómars Smára Ármannssonar, lögreglumanns, leiðsögumanns og fornleifafræðings sem lagði til fróðleik um staðina og aðstoðaði við val á þeim.
 
23-2012 Lónakotssel varða-07
Þrír áfangar
Þeir sem finna 9 ratleiksmerki teljast Léttfetar, þeir sem finna 18 ratleiksmerki teljast göngugarpar og þeir sem finna öll 27 merkin teljast vera þrautakóngar og þeim fer stöðugt fjölgandi. Stutt er í sum merkin frá vegi en lengst er 2,5 km gönguleið að merki, styðstu leið frá vegi. Þátttakendur geta gefið sér góðan tíma í leikinn enda stendur hann til 21. september en þá er síðasti skilafrestur á úrlausnarblöðum.
 
Kjörinn fjölskylduleikur
Sífellt fleiri taka þátt í leiknum og er fólk eindregið hvatt til að senda inn lausnirnar í haust. Allir geta tekið þátt og þeir hörðustu finna öll merkin 27 og sjá ekki eftir neinum tíma úti í hraununum og nágrenni byggðarkjarna Hafnarfjarðar. Tilvalið er fyrir fjölskyldur að fara saman í leikinn og njóta útiverunnar saman.
 
24-2014 Miðkrosstapi-26
Fjöldi vinninga
Fyrirtæki í Hafnarfirði styðja við leikinn, með vinningum og auglýsingum. Ber þar fyrst að nefna Fjallakofann og Hress en auk þess Fjarðarpóstinn, Altis, Gámaþjónustuna, Músik og sport, Húsasmiðjuna, Fjarðarkaup, Hafnarfjarðarhöfn, Fjörukrána, Gróðrarstöðina Þöll og Valitor auk Hafnarfjarðarbæjar.
 
Frítt loftmyndakort
Ratleikskortin má nálgast í Fjarðarkaupum, í Bókasafninu, Ráðhúsinu, sundlaugum, bensínstöðvum og víðar. Verður þeim dreift þangað síðar í dag.

Uppskeruhátíð fimmtudag 31. okt. í Gúttó kl. 18

Uppskeruhátíð og verðlaunaafhending í Ratleik Hafnarfjarðar 2013 verður á fimmtudaginn kl. 18 í Gúttó, Suðurgötu 7.

Veitt verða verðlaun fyrir Léttfeta, Göngugarp og Þrautakóng.

Sýndar verða myndir, farið verður yfir leikinn og tekið á móti ábendingum.

Allir velkomnir. 


Mikill áhugi fyrir Ratleiknum

Kortin hafa rokið út og er greinilega mikill áhugi fyrir Ratleiknum í ár. Fólk hefur á orði hvað það verður vart við marga í Ratleiknum er það mjög ánægjulegt. Þátttakendur eru hvattir til að segja frá upplifun sinni á www.facebook.com/ratleikur eða bara staðfesta að það sé með. Merkið gjarnan #‎ratleikurhfj2013‬ þegar þið setjið myndir á Facebook. Ath. að láta lausnarorðin ekki sjást :)

Gangi ykkur sem best,

kv.

Guðni 


Ratleikurinn hefst á föstudag

Nýtt kort í Ratleik Hafnarfjarðar 2013 verður formlega afhent á föstudaginn kl. 15.30 í Ráðhúsinu, Strandgötu 6. 

Í ár er lögð áhersla á skógarsvæði og útsýnisstaði en fjölmargir aðrir áhugaverðir staðar fylgja með. 

Kortin verða aðgengileg á Bókasafninu, á sundstöðum, í Fjarðarkaupum, í verslunum Fjarllakofans, í Músik og sport, í Altís, á bensínstöðvum og víðar.  


1 Útihús v/ Ástjörn

Upp og austur frá bænum Ási rís upp fjall, sem heitir Ásfjall. Það er raunverulega framhald af Hvaleyrarholti, (er fyrr getur). Á Ásfjalli er varða, sem heitir Ásvarða. Bærinn Ás stendur í brekku vestan undir fjallinu. Vestur frá bænum er tjörn í lægð, sem heitir Ástjörn. Norður frá henni er býli, sem heitir Stekkur. Þar mun hinn gamli stekkur frá Ási hafa verið. Þótt bærinn Ás hafi verið rifinn má enn sjá margar minjar húsa og annarra búsetuleifa.

2 Ingvarslundur

Í Undirhlíðum er minnisvarði um fyrsta formann Skógræktarfélagsins, Ingvar Gunnarsson. Sumarið 1930 plantaði Ingvar fyrstu barrtrjánum þarna ofarlega í Litla-Skógarhvammi, kjarri vöxnum unaðsreit í Undirhlíðum. Vorið 1934 var hvammurinn girtur og skólabörn og drengir í Vinnuskólanum í Krýsuvík bættust síðar í hóp trjáræktenda. Lundurinn hefur einnig verið nefndur Skólalundur.

3 Höfðaskógur

Starfsstöð Skógræktarfélags Hafnarfjarðar er í svonefndum Höfðaskógi. Félagsaðstaða og ræktunarstöð félagsins er á Beitarhúsahálsi sem dregur nafn sitt af Jófríðarstaðaseli sem varð að beitarhúsi þegar selfarir lögðust af. Þar sem selið stóð eru nú tóftir beitarhúss sem var sennilega byggt rétt fyrir aldamótin 1900. Höfðinn suðaustan við Beitarhúsaháls er sennilega nefndur eftir beitarhúsinu, en eldra nafn á höfðanum er Heimastihöfði. Nokkrir höfðar til viðbótar falla undir Höfðaland. Höfðarnir heita auk Húshöfða, Selhöfði, Stórhöfði, Miðhöfði og Efstihöfði sem var allt eins nefndur Fremstihöfði. Einn höfði til viðbótar var tilgreindur í gömlum skjölum og nefndur Þormóðshöfði. Hann heitir í dag einu nafni Langholt enda frekar um holt eða ás að ræða en eiginlegan höfða.

4 Skátalundur

Skátaskálinn var byggður árið 1968 og landið girt og uppgræðsla hófst 1973. Trjágróður hefur vaxið þar hratt undanfarin ár og er nú hluti af útivistarperlunni við Hvaleyrarvatn. Inni í greniskógi vestan við skálann má finna leifar af birkikjarri fyrri tíma.

5 Rétt nálægt Stórhöfða

Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar um Hvaleyri segir m.a.: „Selhöfði eða Hvaleyrarselhöfði er sunnan við Hvaleyrarvatn, en það er allt í Áslandi. Sunnan undir höfðanum eru miklar rústir eftir Hvaleyrarsel. Vestan við Selhöfðann er svo alldjúpur dalur, sem heitir Seldalur, sem að vestan myndast af hæstu hæðinni á þessum slóðum, sem heitir Stórhöfði. Hraunið milli Hamraness og Stórhöfða og frá Hvaleyrarvatni að austan og vestur á brún, þar sem landið hækkar, heitir Selhraun. Niðri í því er réttarhleðsla.

6 Bruni

Efri hluti Nýjahrauns er nefndur Bruni, og nær það nokkuð suður á móts við Stórhöfða. Sunnan og neðan við Stórhöfða er hraunið nefnt Stórhöfðahraun. Upp að  Brunanum vestan Stórhöfða heitir hraunið Selhraun. Kapelluhraun, en svo nefnist neðsti hluti Nýjahrauns, var í daglegu tali fólks í Hraunum einnig nefndur Bruninn og enn ofar Háibruni. Talsvert var um mosatekju í Kapelluhrauni.

7 Gráhelluhraun

Fyrsta verk stjórnar eftir stofnun Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, sem var stofnað haustið, 1946 var að útvega hentugt land til skógræktar. Upphaflega hugmyndin var að hefja trjárækt í örfoka brekkunum norðan Hvaleyrarvatns, en vegna kulda vorið 1947 var leitað að skjólsælla svæði. Forvígismenn félagsins töldu nyrsta hluta Gráhelluhrauns henta vel til ræktunar og fengu leyfi bæjaryfirvalda til að girða 7 hektara reit í hrauninu upp af Lækjarbotnum. Gróðursetning hófst við hátíðlega athöfn 27. maí 1947 og fyrsta sumarið voru 2.300 trjáplöntur settar niður. Næsta áratug var aðal starfsemi félagsins tengd skógrækt í Gráhelluhrauni.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband