12 Helgafell

Helgafell er 338 metra hár móbergsstapi. Venjulega tekur gangan um einn til einn og hálfan klukkutíma. Fjallið myndaðist, líkt og Húsfell, við gos undir jökli seint á ísöld. Efst uppi á fjallinu er varða, sem er í raun berggangur sem grjóti hefur verið hlaðið í kringum. Í suðaustri er klettadrangur í fjallinu, sem heitir Riddari. Þaðan eru færar gönguleiðir niður af fjallinu; önnur liggur í gegnum stóran steinboga og hin er stikuð til vesturs. Nafn fjallsins kann að vera komið til vegna einhvers konar helgi á fjallinu til forna. Fjallið er tiltölulega auðvelt uppgöngu. Útsýnið af toppnum er gott, þó að fjallið sé ekki mjög hátt. Þaðan sést vel yfir höfuðborgarsvæðið og vestanverðan Reykjanesskaga.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband