27. Hrútagjárdyngjuskjól

Á Reykjanesskaganum eru þekktir yfir 600 hellar og skjól. Rúmlega fjórðungur þeirra með einhverjum mannvistarleifum, enda hafa náttúrulegir skútar og skjól jafnan verið notuð undir fé eða annað frá upphafi byggðar hér á landi. Einnig má finna í hellum bæli, hleðslur og annað, sem telja má mannanna verka.

Mörg skjólanna hafa hins vegar aldrei verið skráð sem fornleifar þrátt fyrir skilgreiningu í Þjóðminjalögum, þar sem segir að "til fornleifa teljast hvers kyns leifar fornra mannvirkja og annarra staðbundinna minja sem menn hafa gert eða mannaverk eru á, svo sem byggðaleifar í hellum og skútum, staðir með þjóðsagnahefð og áletranir, myndir eða önnur verksummerki af manna völdum í hellum eða skútum."

Þetta óþekkta skjól er með mannvistarleifum, þ.e. hleðslu fyrir munna og annarrar fallinnar fyrir endaopi. Líklega er um að ræða skjól manna á refa-, rjúpna- eða hreindýraveiðum fyrrum.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband