18. Hrauntungur

Hrauntungur (Hrauntunga) er geil inn í Brunann (Nýja Hraun – Kapelluhraun), sem nánast hafði tekist að króa af vinina og útrýma henni. Hraunið í tungunni er frá Hrútargjárdyngju og því árþúsundum eldra, enda stangast þétt birkið og fjölbreyttur gróðurinn þar á við gráleitan hraungambran í nýja hrauninu. Áhugavert er að standa í botngróinni sprungu við hraunskilin og berja augsýnilegan muninn með eigin augum. Um Hrauntungur liggur Hrauntungustígur, gömul þjóðleið milli Ketilsstígs og Áss.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband