16. Skálin - Smalaskálaker

Í Smalaskálahæð er „Skálin“ (Smalaskálaker), skjólgóður rauðamalarhóll í einu af fjölmörgum hraunbollum Hrútagjárhrauns. Árið 1974 var þarna komið fyrir „listaverki“; „Húsbyggingin“ (Das Haus Projekt) eftir Hrein Friðfinnsson. „Húsbyggingin“ byggði á sannri sögu eftir Þórberg Þórðarson, Íslenskum aðli, um sérvitring sem afræður að byggja hús þar sem innihliðin snýr út. Hreinn ákvað að taka þessa hugmynd upp og byggði húsið þannig að veggfóður þess og gardínur lágu utan á – s.s. á röngunni. Með tímanum varð Slunkaríki að braki á víð og dreif um Smalaskálakerið. Í framhaldinu var komið þar fyrir „grind“ af listaverkinu til minningar um það – er sést enn.

Rauðhóllinn í Smalaskálakeri er merkilegastur fyrir það að þessi „litli“ rauðamelshóll skuli hafa áorkaði að stöðva framrás hrikaleika Hrútagjárdyngjuhraunsins á þessu svæði – gagnvart honum sjálfum. Þrátt fyrir álagið hefur rauðhóllinn staðið fyrir sínu og ekki látið hið mikla hraunálag yfir sig ganga.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband