9. Valahnúkar

Valahnúkar eru móbergshryggir sem mynduðust fyrir um 120 þúsund árum. Víða er þar úfið og afrúnnað og efst á þeim eru drangar miklir sem sumir telja vera tröll sem þar hafi steinrunnið við sólarupprás, en aðrir segja að séu valirnir sem hnúkarnir beri nafn sitt af. Valahnúkar urðu til við gos undir jökli á síðustu ísöld líkt og Helgafell, Húsfell og Víghóll sem eru í næsta nágrenni. Strýturnar þrjár, sem líkjast steinrunnum tröllum eða jafnvel ránfuglum. eru afurðir langtíma móbergsveðrunar þar sem vatn, vindur og regnið hafa leikið sér að því að móta landslagið. Í Valahnúkum er hrafnslaupur.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband