4. Kjóadalur

Hafnarfjörður hefur jafnan verið nefndur „bærinn í hrauninu“. Í og við bæinn má þó víða finna frjóan jarðveg sem bæjarbúar hafa löngum notað sér til ræktunar. Kartöflur eru upprunnar í Suður-Ameríku. Þær bárust til Evrópu um miðja 16. öld. Garðyrkja átti ekki upp á pallborðið hjá Íslendingum sem byggðu afkomu sína á bústofni. Einhverjir kálgarðar voru í rækt á Íslandi á 17. öld en ekkert var ræktað að ráði fyrr en eftir miðja 18. öld.
Árið 1754 sendi Friðrik V. boð til Íslands um að bændur ættu að láta sér annt um að útbúa kálgarða þar sem matjurtir gætu þrifist. Þrátt fyrir boð yfirvalda var það ekki fyrr en í upphafi 19. aldar að garðyrkja, og þar með talin kartöflurækt, varð almenn í landinu.

Íslenskum bændum var illa við að stinga upp tún sín til að rýma fyrir matjurtagörðum. Á tíu ára tímabili, frá árinu 1801 til 1810, fjölgaði matjurtagörðum í landinu. Síðan hefur landanum smám saman lært að meta næringargildi kartöflunnar.

Í austanverðum Kjóadal sjást leifar kartöflugarða Hafnfirðinga, en í dag er dalurinn notaður til hrossabeitar.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband