2. Hamranes

Hamranes er ein nokkurra úthæða (lágra hamra) Ásfjalls ofan Hafnarfjarðar.  Grísanes er ein þeirra, skammt norðvestar. Norðan í Hamranesinu, þ.e. þeirri hlið er snýr að Dalnum, má sjá hvernig ísaldarjökullinn hefur sorfið ofan af hamrinum og jafnframt brotið  niður brúnirnar með öllum sínum þunga svo eftir stendur mulningurinn, gríðarstórir aldarskófsmálaðir hnullungar frá náttúrunnar hendi. Grjótið hefur verið eftirsótt í garða bæjarbúa, en reynt hefur verið að hamla við efnistökunni með því að takmarka aðgengi vinnuvéla að því, enda um einstakar náttúrumyndir að ræða - nánast í miðri byggð.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband