7. Kaðalhellir

Kaðalhellir er skammt norðvestan við Kaldársel. Börnin í sumarbúðum KFUM og-K leika sér jafnan í hellinum. Kaðalhellir er í háum hraunkanti. Hann er í rauninni hluti af Gjánum svonefndu norðnorðvestan Kaldársels. Í þeim eru hrauntraðir og ná þær út fyrir Gjárnar. Kaðalhellir er að hluta til bæði opin og lokuð hraunrás og að hluta til sprunga í hraunjaðrinum. Hann er tvískiptur. Efri hlutinn er á tveimur hæðum. Til að komast upp í efri hluta rásarinnar þarf aðstoð kaðals.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband