16. v/ Skúlatún

Skúlatún. Helluhraun eru jafnan slétt og greiðfær yfirferðar. Þau myndast einkum þegar um hreint hraungos án kvikustrókavirkni er að ræða. Yfirborð hraunanna storknar oft og myndast þannig fremur þunn og seig skán sem sígur áfram með rennslinu á bráðnu undirlaginu. Við það gárast skánin þannig að yfirborðið verður alsett fíngerðum gárum sem líkjast helst kaðalhönk og kallast gárurnar hraunreipi. Dæmi þessa eru sérstaklega áberandi í helluhrauninu ofan Skúlatúns.

Merkið er við hraunreipi, sunnan Skúlatúns.

Skoðið gjarnan svæðið vel og myndið fallegasta hraunreipið.

16 Skulatun


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband