12. Melatíglar

Þorbjarnastaðarauðamelur. Rauðamelurinn sá er leifar af eldvarpi, sem myndaðist í sjó á sama hátt, líkt og svo margir aðrir í ágrenninu, s.s. Stóri Rauðamelur (nú eyðilagður vegna námuvinnslu) og Litli-Rauðamelur þar skammt frá. Melatíglar eru net fjölhyrninga sem myndast þannig að smásteinar raðast upp í reglulegt mynstur á gróðurvana melum, í loftslagi þar sem tíðum skiptist á frost og þíða. Á grónu landi myndast þúfur, sem ásamt melatíglum eru algengustu íslensk dæmi um frostmyndanir af þessu tagi. Á hallandi landi myndast melarendur í stað melatígla og paldrar (þúfnastallar eða -garðar) í stað þúfna og jafnvel doppur á stökum stað. 

Merkið er við birkitré við melatígla.

12 Melatiglar

12 Melatiglar 2


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband