10. Réttarklettar

Réttarklettar. Vestan Lónakost er strýtumyndaður hóll, nefndist Nípa. Þar upp af í hrauninu var fjárskjól, Nípuskjól og Nípurétt, tóft réttar við hellisskúta syðst í lægðinni. Nokkru lengra vestur eru klettastrýtur; Réttarklettar. Milli þeirra eru allvel grónar flatir og réttartættur, garðar og skjól. Eldri heimildir herma að þarna hafi um tíma verið kot, svonefnt Svínakot.

Réttarklettar eru afmörkuð klettahraunborg, tilkomumikil á að líta. Allt umhverfis hana er hlaðnir garðar og gras þar fyrir innan. Stekkur er norðaustan við klettana og grónar tóftir norðvestan undir þeim. Vestar er Grænhólsfjárskjólið; dæmigert fjárskjól í hraunum.

Merkið er í klettaskoru við Dulatjarnar, ca 190 m vestan við Réttarkletta.

10 Rettarklettar 2


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband