2. Selhöfði

Selhöfði. Á Selhöfða, líkt og á flestum höfðunum ofan Hafnarfjarðar má sjá hvalbök; jökulrispaðar klappir. Jökulrákaðar klappir eru eitt af aðaleinkennum grágrýtissvæða sem skriðjöklar hafa farið yfir. Jökulsorfnir klapparhólar hafa oft sérkennilega lögun. Á þeirri hliðinni sem vísar móti skriðstefnunni, slithliðinni, en þar mæddi jökulþunginn mest á, eru þeir fremur sléttir og aflíðandi og oft fagurlega rákaðir eða rispaðir. Hliðin, sem vissi undan straumi, varhliðin, er hins vegar stöllótt og brött og oft með þverhnípt stál, enda hefur jökullinn plokkað þar úr berginu. Jökulsorfnar klappir af þessari gerð nefnast hvalbök. Þau eru mjög algeng hér á landi og setja stundum svip á landslagið. Í Hafnarfirði og nágrenni eru hvalbök algeng, t.d. efst í Fremstahöfða, á Svínahöfða og víðar. Hvalbök gefa ásamt jökulrákum skriðstefnu jökla mjög vel og áreiðanlega til kynna og veita vitneskju um stærð og skriðstefnu ísaldarjökla. Nafnið sjálft vísar að sjálfsögðu til þess hve líkir jökulsorfnir klapparhólar geta verið baki stórhvelis sem rekur kryppuna upp úr sjónum.

Merkið er við klöpp.

02 Selhofdi

02 Selhofdi 2


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband