1. Klofaklettur

Klofaklettur. Hraunhveli eru einnig nefnd Troðhólar. Þau myndast vegna þrýstingsáhrifa sem verða sökum mismunandi rennslishraða á milli hálfstorknaðs yfirborðs og hraunkviku þar undir. Hólar og hæðir í helluhraunum geta líka stafað af því að djúpir hraunstraumar kaffærðu hóla og hæðir sem fyrir voru í landslaginu. Mishæðirnar koma svo aftur í ljós þegar kvikan rennur undan storknaðri hraunskáninni í lok gossins. Eitt dæmi þessa er stakt hraunhvelið vestan Hvaleyrarvatns. Vestan í því er gamalt tófugreni.

Merkið er við skúta.

01 Klofaklettur


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband