Ratleikurinn 2019 er hafinn

Ratleikur Hafnarfjarðar er nú hafinn í 22. sinn.

Þema leiksins í ár er „jarðmyndanir“ Fjölmargt hefur áhrif á útlit landsins og áhrifavaldarnir geta verið eldgos, jarðhræringar, veður og vatn en leikurinn leiðir að ýmsum áhugaverðum stöðjm.

Markmið leiksins að leiða þátttakendur vítt og breitt um uppland Hafnarfjarðar og njóta útivistar og náttúrunnar.

Guðni Gíslason leggur leikinn í 12. sinn en það er Hönnunarhúsið ehf. sem gefur út leikinn í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ.

19 Helgafell

Aðalstyrktaraðili leiksins er VHE ehf. en meðal annarra styrktaraðila eru: Hafnarfjarðarbær, Oriog, Hafnarfjarðarhöfn, Altis, Ban Kúnn, Landsnet, Gámaþjónustan, Gróðrarstöðin Þöll, Fjarðarfréttir, Músik og sport, Von mathús, Fjörukráin, Burger-inn, Fjarðarkaup og Ferlir.is

Nálgast má kortin á eftirfarandi stöðum:
- Ráðhúsi Hafnarfjarðar
- Bókasafni Hafnarfjarðar
- Fjarðarkaupum
- Suðurbæjarlaug
- Ásvallalaug
- bensínstöðvum
- Músik og sport
- Fjallakofanum
- Altis
- Burgerinn
og jafnvel víðar!

Góða skemmtun og munið að deila upplifun ykkar úr leiknum (ekki birta lausnarorðin) Notið myllumerkið #Ratleikur2019 bæði á Facebook og Instagram.

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband