21 Rauðhólshellir ofan Óttarsstaðasels

Óttarsstaðasel eru rústir tveggja dæmigerðra seljahúsa frá því eftir miðaldir og snúa þau göflum saman. Vatnsstæðið, sem hefur verið ástæða selstöðunnar, er suðaustan við hana. Þarna suðsuðaustur af selinu er Rauðhóll og í honum Rauðhólshellir með áberandi fyrirhleðslum mót norðnorðvestri. Vestar er Þúfuhóll og Þúfhólsskjól vestan í honum. Hjá Rauðhól liggur Rauðhólastígur til vesturs að Tóhólum og í Tóhólahelli.
Stígurinn liggur síðan um Skógarnef yfir á Mosana hjá Bögguklettum um Dyngnahraun, hjá Lambafellunum að Eldborg, um Jónsbrennur undir Trölladyngju að Höskuldarvöllum annars vegar og upp á Hrauntungustíg að Krýsuvík hins vegar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband