11 Efri-hellar (-hellrar) - fjárhellar

Efri-Hellar (hellrar) voru fjárskjól frá Þorbjarnarstöðum. Önnur nálæg fjárskjól (í norðvestur og nær bænum) voru Neðri-Hellar (hellrar). Efri-Hellar eru skammt vestan hraunjarðar Brunans (Kapelluhrauns), í annars grónu Hrútagjárdyngjuhrauninu. Skammt suðaustar eru áberandi hraunstandar í jaðrinum, annar meira áberandi en hinn.
Hann var fyrrum nefndur „Hellan“ eða „Gráhella“. Suðvestan við Efri-Hella er áberandi varða við svonefndan Rauðshelli (skjól). Vestan við fjárhellinn eru Selhraunin þrjú, sem heimamenn nefndu gjarnan einu nafni Gráhelluhraun.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband