27. Undirhlíðar

Innan við Stóra-Skógarhvamm (Stóra-Hríshvamm) í Undirhlíðum er Stóra-Skógargil, mikil hvelfing. Þar hafa hrafnar gert sér laup um langt skeið, nú síðast í vor. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar plantaði trjánum á árunum 1958 til 1964 með aðstoð drengja úr Vinnuskólanum í Krýsuvík. Skógurinn var opnaður almenningi 25. apríl 2007. Nú er þar mikil lúpína og því best að fylgja lækjarfarveginum upp gilið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband