15 Hausthellir vestan við Lónakot

Hausthellirinn var skammt vestan við Lónakotstúnið og þótti ekki merkilegt skjól. Hellirinn var notaður þegar taka þurfti lambærnar heim á bæ alveg undir jólin. Vegna smæðar sinnar var hann lagður af um leið og Norðurfjárhúsin höfðu risið um aldamótin 1900. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fórum í Hraunin og Lónakot í gær  og fundum  nr. 13 og 14 . En svo miklir ratar erum við að Hausthellinn fundum við ekki þrátt fyrir göngu fram og aftur þar sem við litum niður í hverja hraungjótu sem sýnileg var . Verðum að fara aftur seinna. Á ekki örugglega að vera hleðsla hjá þessum helli ? Einn hellisskúti rétt vestan við vegaslóðann er merktur með veifu, en þar var auðvitað ekkert spjald að sjá.

Kveðja

Anna Jóna og Haraldur

Anna Jóna (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 15:43

2 Smámynd: Hönnunarhúsið ehf.

Án þessa ða segja mikið þá voruð þið heit af kvöldsólinni :)

Hönnunarhúsið ehf. , 28.6.2010 kl. 23:05

3 identicon

Fórum loksins aftur í Lónakot í gær og komumst að því að við höfðum sannarlega verið " heit" í fyrra skiptið. Veðrið var eiginlega of gott og kolsvört krækiberjalyng töfðu líka för. Hittum skemmtilegan karl sem fór með vísu fyrir okkur upp úr gönguleiðabókinni hans Reynis Ingibjartssonar. Það er upplagt að nota þá bók samhliða vísbendingunum. Nú erum við komin með 17 punkta og sannast á mér hið fornkveðna: kemst þó hægt fari. Ennþá er mánuður til síðasta skiladags.

Bestu kveðjur

Anna Jóna og Haraldur

Anna Jóna Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband