26 Óbrennishólahellir - hleðslur Óbrennishólum

Óbrinnishólaker er í Óbrinnishólabruna. Hraunið rann um 190 f. Kr. Þarna er myndarleg mosavaxin hrauntjörn. Hellirinn er í gjárbarminum að sunnanverðu. Hlaðið er gerði fyrir framan munnann, en opið er inn að öðru leyti. Rásin er um 15 metra löng, björt og rúmgóð. Gólfið er flórað fremst, en annars er gólfið nokkuð slétt.
Hellirinn er ágætt athvarf, en hann er fornt fjárskjól sem rúmaði nokkra tugi fjár og var notað af Hvaleyrarbændum er nýttu sér vetrarbeitina þarna utan í Stak og Undirhlíðum öldum saman. Á Stak má t.a.m finna leifar af skjóli smalanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband