25 Steinbogahellir (Hellirinn eini)

Steinbogahellir gengur inn frá stóru jarðfalli eða hrauntröð og er steinbogi yfir gróið niðurfallið neðan Hrútagjárdyngju. Hellirinn er um 170 metra langur. Hann er manngengur lengst af en hann lækkar verulega til lofts innst. Sérkennilegir spenar eru við hellismunnann og þar fyrir innan eru dropsteinar og hraunstrá. Ekki er vitað um annan hraunrásarhelli hér á landi sem er skorinn af jafn mörgum og stórum sprungum sem hér.
Hraunspýja hefur flætt inn í hellinn eftir myndun hans og storknun hins upprunalega gólfs. Nálægt miðjum hellinum endar þessi spýja í hraunkanti eða tungu. Slík fyrirbæri eru mjög sjaldgæf í hraunhellum. Innarlega í hellinum eru falleg bogadregin göng. Eru þau skrýdd mikilli litadýrð.

FARIÐ VARLEGA - EF ÞIÐ BRJÓTIÐ HRAUNSTRÁ VERÐUR ÞAÐ EKKI AFTUR TEKIÐ! ALLS EKKI MÁ TAKA NEITT ÚR HELLUM.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband