24 Húshellir - hlaðið hús í hellinum

Húshellir opnast í grunnu jarðfalli ofarlega í Hrútagjárdyngjuhrauni. Um er að ræða rúmgóða hraunbólu í annars lokaðri rás. Þegar inn er komið má sjá hlaðið hús, sem hellirinn dregur nafn sitt af. Til beggja hliða eru rásir er lokast. Í þeirri til vinstri má sjá forn bein á gólfinu. Sumir vilja meina að þarna hafi útilegumenn haft aðstöðu um tíma, en líklegra er að hún hafi verið gerð af mönnum er eltust við hreindýr, allt frá því að þeim var sleppt á svæðinu árið 1777 þar til það síðasta var skotið árið 1926.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband