15 Sigurðarskúti í Sigurðarhæð

Sigurðarskúti er í Sigurðarhæð milli Óttarsstaða og Straums; Óttarsstaðamegin við mörkin. Í örnefnalýsingu segir; „Fyrir austan túnið á Óttarsstöðum er Kotabót, og við bótina austanverða heitir Kothella. Upp af bótinni er svo Sigurðarhellir, og upp af honum er á götunni svonefnt Eystraklif. Heldur vestan Eystraklifs er annað klif, sem heitir Kúaklif. Vestan þess er Miðmundahæð.
Þarna var Glaumbær, sumarbústaður og seinna barnaheimili um tíma (nú brunnið til grunna). Suður af þessu er klapparhæð, er nefnist Sigurðarhæð. Vestan í henni er hellisskúti, sem Sigurðarhellir heitir. Hleðsla er við skútann (sem hefur verið reftur) og á einhver Sigurður að hafa haldið þar til í gamla daga, enda var alvanalegt, að flökkukarlar hefðust við í þessum hellum.“ Sunnan við fyrirhleðsluna má sjá leifar af ferhyrndu gerði og jafnvel öðrum mannvistarleifum í nágrenninu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband