17 Brennisel, fjárskjól

Í Brenniselshæðum eru tveir fjárskútar í kvos, kallaðir Brenniselshellar. Annar er með mikla fyrirhleðslu og var yfirreftur. Hinn er litlu norðaustar og er hlaðið við opið. Í kvosinni eru hríslur. Undir henni er tóft; Brennisel. Hérna virðist og hafa verið aðstaða til kolagerðar. Slík aðstaða hlýtur að hafa verið víða frá Hraunbæjunum því mikil hrístekja og skógarhögg átti sér stað í grónum hraununum og uppi í Almenningi. Þar, í Straumsseli, var sérstakur skógarvörður við störf, að konungsskipan, á árunum 1874-1894.

18 Álfakirkja - fjárhellir í Óttastaðalandi

Álfakirkja er örnefni á stökum áberandi klofningskletti sunnan Brennisels í Óttarsstaðalandi. Það var trú staðkunnugra að í klettinum væri kirkja álfanna á svæðinu. Í honum miðjum má sjá sjálfstandi steinaltari. Bændur á Óttarsstöðum nýttu sér rúmlegan skúta norðan í klettinum sem fjárskjól, eitt af mörgum í upplandinu, fyrir tíma sérstaklega byggðra fjárhúsa um og eftir 1900. Hleðslur eru við innganginn að fjárskjólinu og inni er ágætt skjól fyrir u.þ.b. 30 kindur.

19 Gvendarbrunnshæðarskúti - v/Alfaraleiðina

Gvendarbrunnur er á mörkum landa Straums og Óttarsstaða við Alfaraleiðina milli Innnesja (Hafnarfjarðar) og Útnesja (Suðurnesja). Brunnurinn er vatnsstæði í klöpp, sem svo algengt er víða í hraununum.
Margar selstöðurnar tóku mið af slíkum vatnsstæðum eða „brunnum“. Örnefið „Gvendarbrunnur“ má finna á fimm stöðum á Reykjanesskaganum og er þetta eitt þeirra. Skammt fá til norðvesturs má augljóslega sjá Gvendarbrunnshæðarskúta, fjárskjól, með áberandi fyrirhleðslum og grónu svæði, sem er eitt helsta einkenni slíkra fjárskjóla.

20 Sveinshellir við Óttarsstaðaselsstíg (Rauðamelsstíg)

Sveinshellir er fjárhellir með fyrirhleðslum í yfirborðsæð í gróinni jarðlægð vestan við Óttarsstaðaselstíginn (Rauðamelsstíginn/Skógargötuna) milli Bekkja og Meitla áleiðis upp í Óttarsstaðasel. Áberandi kennileiti er varða við opið. Hellirinn er feiknastór, en sést ekki, fyrr en að er komið, því að opin er svo þröngt. Fyrir munnann er vaxin birkihrísla mikil. Hellirinn er hvergi manngengur, og fé fór ekki inn í hann nema rétt inn fyrir opið. Varða, sem nefnd er Sveinsvarða, er á klapparbrún yfir hellisopinu“.
Í örnefnalýsingu segir m.a.: „Skógargatan liggur suður rétt við Rauðumelana, vestan við Gvendarbrunnshæð, áfram yfir Seljahraun og upp Mjósundin. Þá liggur stígurinn á brún grunnrar lægðar. Í henni, rétt suður af Bekkjahrauninu, er hellir, sem nefndur er Sveinshellir. Ekki er vitað um tilefni nafnsins.

21 Rauðhólshellir ofan Óttarsstaðasels

Óttarsstaðasel eru rústir tveggja dæmigerðra seljahúsa frá því eftir miðaldir og snúa þau göflum saman. Vatnsstæðið, sem hefur verið ástæða selstöðunnar, er suðaustan við hana. Þarna suðsuðaustur af selinu er Rauðhóll og í honum Rauðhólshellir með áberandi fyrirhleðslum mót norðnorðvestri. Vestar er Þúfuhóll og Þúfhólsskjól vestan í honum. Hjá Rauðhól liggur Rauðhólastígur til vesturs að Tóhólum og í Tóhólahelli.
Stígurinn liggur síðan um Skógarnef yfir á Mosana hjá Bögguklettum um Dyngnahraun, hjá Lambafellunum að Eldborg, um Jónsbrennur undir Trölladyngju að Höskuldarvöllum annars vegar og upp á Hrauntungustíg að Krýsuvík hins vegar.

22 Neyðarútgöngudyrahellir neðan (norðan) Hrútagjárdyngju

Neyðarútgöngudyrahellir dregur nafn sitt af hurð kanadískrar Canso-herflugvélar er lá í hellismunnanum þegar hellirinn fannst árið 1990. Flugvél þessi fórst í Stapatindum á Sveifluhálsi 19. desember 1944. Enn má sjá leifar hennar austan og efst í Tindunum. Í slysinu fórst öll átta manna áhöfnin.
Skömmu síðar var hluti flaksins dregið að vetrarlagi með snjóbíl til Hafnarfjarðar þar sem ætlunin var að nýta það. Á leiðinni féll hluti fyrrnefndrar neyðarútgönguhurðar af flakinu – og sjást leifar þess þar enn.

23 Híðið - Hrútagjárdyngjuhrauni

Híðið er einn lengsti og merkilegasti hraunhellirinn í Hrútagjárdyngjuhrauninu. Hann fannst 18. júní 1989. Hellismunninn er lítill og þröngur, en þegar inn er komið þarf að finna lag til að komast niður í meginrásina. Í allt er hellirinn um 155 m langur og lágur lengstum, hæstur er hellirinn þó um tveir metrar, en víðast hvar aðeins um einn metri og minna. Þrátt fyrir það er Híðið einn fegursti hraunhellir á Íslandi.
Mikið er um dropasteina, nokkur hundruð talsins, og talsvert fleiri hraunstrá eru í hellinum. Stærsti dropsteinninn er um 60 cm langur og er hann í táknmynd Hellarannsóknarfélags Íslands. Hella, eins og Híðið, sem og alla aðra hella, þarf að umgangast með sérstakri virðingu og varkárni.

FARIÐ VARLEGA - EF ÞIÐ BRJÓTIÐ HRAUNSTRÁ VERÐUR ÞAÐ EKKI AFTUR TEKIÐ! ALLS EKKI MÁ TAKA NEITT ÚR HELLUM.


24 Húshellir - hlaðið hús í hellinum

Húshellir opnast í grunnu jarðfalli ofarlega í Hrútagjárdyngjuhrauni. Um er að ræða rúmgóða hraunbólu í annars lokaðri rás. Þegar inn er komið má sjá hlaðið hús, sem hellirinn dregur nafn sitt af. Til beggja hliða eru rásir er lokast. Í þeirri til vinstri má sjá forn bein á gólfinu. Sumir vilja meina að þarna hafi útilegumenn haft aðstöðu um tíma, en líklegra er að hún hafi verið gerð af mönnum er eltust við hreindýr, allt frá því að þeim var sleppt á svæðinu árið 1777 þar til það síðasta var skotið árið 1926.


25 Steinbogahellir (Hellirinn eini)

Steinbogahellir gengur inn frá stóru jarðfalli eða hrauntröð og er steinbogi yfir gróið niðurfallið neðan Hrútagjárdyngju. Hellirinn er um 170 metra langur. Hann er manngengur lengst af en hann lækkar verulega til lofts innst. Sérkennilegir spenar eru við hellismunnann og þar fyrir innan eru dropsteinar og hraunstrá. Ekki er vitað um annan hraunrásarhelli hér á landi sem er skorinn af jafn mörgum og stórum sprungum sem hér.
Hraunspýja hefur flætt inn í hellinn eftir myndun hans og storknun hins upprunalega gólfs. Nálægt miðjum hellinum endar þessi spýja í hraunkanti eða tungu. Slík fyrirbæri eru mjög sjaldgæf í hraunhellum. Innarlega í hellinum eru falleg bogadregin göng. Eru þau skrýdd mikilli litadýrð.

FARIÐ VARLEGA - EF ÞIÐ BRJÓTIÐ HRAUNSTRÁ VERÐUR ÞAÐ EKKI AFTUR TEKIÐ! ALLS EKKI MÁ TAKA NEITT ÚR HELLUM.


26 Óbrennishólahellir - hleðslur Óbrennishólum

Óbrinnishólaker er í Óbrinnishólabruna. Hraunið rann um 190 f. Kr. Þarna er myndarleg mosavaxin hrauntjörn. Hellirinn er í gjárbarminum að sunnanverðu. Hlaðið er gerði fyrir framan munnann, en opið er inn að öðru leyti. Rásin er um 15 metra löng, björt og rúmgóð. Gólfið er flórað fremst, en annars er gólfið nokkuð slétt.
Hellirinn er ágætt athvarf, en hann er fornt fjárskjól sem rúmaði nokkra tugi fjár og var notað af Hvaleyrarbændum er nýttu sér vetrarbeitina þarna utan í Stak og Undirhlíðum öldum saman. Á Stak má t.a.m finna leifar af skjóli smalanna.


27 Hjartartröð

Hjartartröð er skammt norðan við Bláfjallaveginn. Frá austri talið er fyrst um 150 metra löng hrauntröð og síðan taka við 200 metrar traðarinnar með brúm víða yfir. Hellahlutarnir eru flestir stuttir, enn af vesturenda hrauntraðarinnar er um 100 metra langur hellir. Í honum eru nokkrir tugir dropsteina, þeir lengstu um 15 cm, og hundruð hraunstrá, sem eru allt að 35 cm á lengd.

FARIÐ VARLEGA - EF ÞIÐ BRJÓTIÐ HRAUNSTRÁ VERÐUR ÞAÐ EKKI AFTUR TEKIÐ! ALLS EKKI MÁ TAKA NEITT ÚR HELLUM.


Ósótt merki og næsti leikur

Aðeins vantar nú merki nr. 1, 17 og 21.
Verið er að velja úr þeim fjölmörgu hellum sem hér eru fyrir næsta Ratleik.

Næstu leikur - ratleiksmerki

Undirbúningur er hafinn að næsta Ratleik Hafnarfjarðar en þemað verður "hellar".

Fylgist líka með á www.facebook.is/ratleikur

Eftirfarandi merki eru ekki komin í hús: 1, 7, 8, 16, 17 (fannst ekki), 21, 22, 23 og 26. Fljótlega verður farið í að sækja merkin svo nú fer hver að verða síðastur að nýta þetta sem afsökun fyrir góðri gönguferð :)


Vinningshafar í Ratleik Hafnarfjarðar 2011

Á velheppnaðri uppskeruhátíð Ratleiks Hafnarfjarðar 2011, sem haldinn var í skátaheimilinu Hraunbyrgi í dag fengu eftirfarandi vinninga. Allir vinningar voru gefnir af fyrirtækjum i Hafnarfirði og er þeim færðar bestur þakkir fyrir. Bæjarstjórinn, Guðmundur Rúnar Árnason afhenti vinningana.

 

Heppinn:

1) Göngustafir og sokkar frá Músik & sport
   — Jens Mønster, Öldutúni 16

2) Hundrað – myndabók frá Hafnarfjarðarbæ
   — Guðjóna Björk Þorbjarnardóttir, Kópavogi

3) Hundrað – myndabók frá Hafnarfjarðarbæ
   — Helga Dögg Björnsdóttir, Lindarbergi 42

4) Hundrað – myndabók frá Hafnarfjarðarbæ
   — Sóldís Sara Haraldsdóttir, Þrastarási 44

5) Humarsúpa og steik fyrir tvo í Fjörunni
   — Hilmir Örn Smárason, Smyrlahrauni 4

6) Humarsúpa og steik fyrir tvo í Fjörunni
   — Þorbjörg Guðbrandsdóttir, Háabergi 35

Léttfeti (9 merki):

1)  6 mánaða líkamsræktarkort í Hress
     — Kristófer Óttar Úlfarsson, Lindarbergi 42

2)  3 mánaða líkamsræktarkort í Hress
     — Jóhannes Örn Jóhannesson, Bjarkarási 26, Garðabæ

3)  6 mánaða sundkort frá Hafnarfjarðarbæ
     — Björk Kristjánsdóttir, Smáraflöt 15, Garðabæ

Göngugarpur (18. merki):

1)  Scarpa Nangpa-la gönguskór frá Fjallakofanum
     — Margrét Linda Kristjánsdóttir, Engjaseli 67, Reykjavík

2)  Gjafabréf að upphæð 15.000 kr. frá Altis
     — Arney Rún Jóhannesdóttir, Bjarkarási 26, Garðabæ

3)   6 mánaða sundkort frá Hafnarfjarðarbæ
     — Ragna Dagbjört Davíðsdóttir, Bjarkarási 26, Garðabæ

Þrautakóngur (27 merki):

1)   Árskort í líkamsrækt í Hress
      — Einar S. Sigurðsson, Dvergholti 7

2)   6 mánaða sundkort frá Hafnarfjarðarbæ
      — Bergur Kristinsson, Kjóahrauni 5

3)   Göngustafir og sokkar frá Músik & sport
      — Birgitta Birgisdóttir, Þrastarási 44b

www.facebook.com/ratleikur
ratleikur@hhus.is 

 


Uppskeruhátíð í Hraunbyrgi 27. október kl. 18-19

Uppskeruhátíð Ratleiksins verður í Skátaheimilinu Hraunbyrgi fimmtudaginn 27. október kl. 18-19.
Fróðleikur - Myndasýning - Afhending vinninga.

Sjá líka á www.facebook.com/ratleikur


Skilafrestur framlengdur til 30. september

Ákveðið hefur verið að framlengja skilafrest í Ratleiknum til 30. september nk.

Uppskeruhátíðin verðu haldin 12. október, nánari tímasetning verður kynnt síðar.


EKKI hreyfa við merkjunum

Að gefnu tilefni er fólk beðið að hreyfa alls ekki við Ratleiksmerkjunum!

Merkin hafa verið staðsett nákvæmlega og oft skorðuð af svo þau fjúki ekki. Ef allir hreyfa við merkjunum eru litlar líkur að merkin verði á réttum stað í lokin.

Ef þið hafið einhverjar athugasemir við staðsetningu merkjanna, skrifið þá athugasemd hér eða á Facebook síðuna.


Ratleikurinn hafinn - frítt útivistarkort í boði!

Ratleikurinn er formlega hafinn - Valdimar Svavarsson annar bæjarfulltrúi Hafnfirðinga fékk fyrsta kortið afhent við stutta athöfn í Ráðhúsinu í dag.

Ratleikskortið fæst frítt í Ráðhúsinu, Bókasafninu, Byggðasafninu, sundstöðum, Ásvöllum, Fjarðarkaupum, Altis, Músik og sport og Fjallakofanum. Þau munu einnig liggja frammi á bensínstöðvum.


Kortið farið í prentun - Leikurinn hefst fimmtudaginn 16. júní

Nú er það komið á hreint að leikurinn hefst fimmtudaginn 16. júní. Fyrsta kortið verður afhent formlega í Ráðhúsi Hafnarfjarðar kl. 15. Þangað eru allir velkomnir. Að því loknu verður umsjónarmaður Ratleiksins með kort í Fjarðarkaupum og fræðir um leikinn þeim sem áhuga hafa.

1. Bláberjahryggur

Bláberjahryggur er misgengisprunga sem liggur um Bleiksteinsháls milli Kaldárselsvegar og Hamraness. Norðvestur barmurinn er hærri og misgengið er mest um 3-4 metrar. Jarðskorpan hefur rifnað í sundur áður en Búrfellshraun rann og sést misgengið greinilega norðaustan Gráhelluhrauns þar sem það markar skilin milli Flóðahjalla og Setbergshlíðar.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband