Ratleikurinn hefst á föstudaginn kl. 15.30
9.6.2010 | 19:12
Ratleikur Hafnarfjarðar fer nú af stað í 14. sinn.
Þema leiksins er hleðslur og á öllum punktunum 27 eru hleðslur af mannavöldum. Farið á staðina og reynið að ímynda ykkur hvernig búskaparhættir voru hér áður fyrr.
Kortið er frítt og má fá í Þjónustuveri Hafnarfjarðar, á sundstöðum og bensínstöðvum.
Leikurinn stendur til 21. september 2010. Fjölbreyttir vinningar í boði.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.