26 Fjallgrensbalar
10.6.2010 | 16:31
Nokkuð sunnan frá Fjallgrensbalavörðu er hlaðið skotbyrgi þar sem refaskyttur gátu legið fyrir bráð sinni. Fjallgrenið er nærri byrginu og þegar melrakkinn kom út úr greninu til að afla matar fyrir hungraða yrðlinga sína var skyttan í góðri aðstöðu til að vinna dýrið og hreinsa grenið.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkur: Ratleikur | Breytt s.d. kl. 16:19 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Guðni.
Búin að fara 2 að leita af 26 og 27 ráfa um hraunið í marga klukkutíma. erfitt að staðsetja sig, vita hvort maður sé á réttri leið, á ekki GPS tæki þetta lítur allt eins út. Hvaðan ráðleggur þú að ganga?
Kveðja Sigrún
Sigrún Baldursdóttir (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 17:54
Sæl Sigrún. Það má nota margar aðferðir þó maður eigi ekki gps. Ágætt er að fara frá malarnámunni við Hraunhól. (lítill malarslóði um 2,5 km sunnan við Bláfjallaafleggjarann). Þá er merki 26 2,6 km beint í vestur. (áttaviti eða gott viðmið við sól nauðsynlegt) Rétt áður en þú kemur að að merkinu, 200-250 m, liggur Hrauntungustígur en líka vestan við merkið því stígurinn skiptist í tvennt við Fjallgrensvörðuna. Vestari stígurinn er amk. stikaður með vörðum sem stendur á HRAUN og númer. Skotbyrgin eru amk. tvö og nálægt þeim eru litlar hleðslur.
Finnir þú þetta merki, horfir þú að Keili og gengur í stefnu örlítið norður fyrir hann. Fljótlega áttu að sjá leifar af girðingu sem þú getur fylgt þar til þú kemur að hraunkanti og grasbala. Þar finnur þú Búðarvatnsstæðið. Það er jafnvel auðfundnara en Fjallgrensbalarnir.
Hönnunarhúsið ehf. , 23.8.2010 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.