16 Fyrirhleðsla við Smalaskálaskúta
10.6.2010 | 16:42
Rétt norðan Reykjanesbrautar nærri Lónakoti er Sjónarhóll, mikill og margskiptur hraunhryggur. Norðaustan Sjónarhóls og vestan við Jakobsvörðuhæð er fjárhellir með fyrirhleðslu. Þetta er fjárskjól sem heitir Smalaskálaskúti þó svo að skútinn sé spottakorn frá Smalaskálahæð.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkur: Ratleikur | Breytt s.d. kl. 16:24 | Facebook
Athugasemdir
Eftir góðan göngutúr í Hraunin í kvöld búinn að finna 5 merki og geymdi mér Smalaskálaskútann hann var jú árið 2007 hjá Jónatan þá nr. 18 og taldi mig geta gengið skútanum þó að merkið á kortinu nú stemmdi ekki við 2007 en viti menn ekkert merki í Smalaskálaskúta. Þá er spurningin eru fleiri en einn Smalaskálaskúti eða skjól? einnig vil ég benda á að á kortinu 2007 segir í Fróðleiksmolum að skútinn snúi í norðvestur sem hann gerir en á kortinu í dag segir í Fróðleiksmolum að skútinn sé norðaustan við Sjónarhól. nú spyr ég eru tveir Smalakálaskútar (skjól) kv. Sveinn Ingason
Sveinn Ingason (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 22:25
Ath. Merki nr. 16 er ekki alveg rétt staðsett á kortinu. Það á að vera um 350 m í NA frá merkinu, nær Jakobsvörðu.
2007 var skútinn sem þá var ranglega talinn Smalaskálaskúti.
Hönnunarhúsið ehf. , 21.7.2010 kl. 09:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.