13 Túngarðurinn vestan við Óttarsstaði

Heimatúnið á Óttarsstaðabæjunum tveimur var girt tvístæðum túngarði sem hlaðinn var úr hraungrjóti að vestan en sjávargrjóti að austan. Þessi vandaði garður var feiknarmikið mannvirki og þurfti talsvert viðhald. Hann stendur að hluta enn þó víða hafi hrunið úr honum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjölskyldan er búin að labba um allt hjá báðum Óttarsstaðabæunum og hvergi er  neina vísbendingu að sjá.
Sennilega er nú tilgangurinn með þessum leik að fá fólk til að fara út og labba og hreyfa sig en ef vísbendingar eru faldar þá dregur það úr tilganginum.  Við löbbuðum út í Lónakot líka og þar fanns ein vísbending svo vel falin undir steinum að það tók langan tíma að finna hana.

Góð hugmynd en illa framkvæmd, því miður.

Ásgrímur H. Einarsson (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 22:11

2 identicon

Við urðum fyrir sömu reynslu við Óttarsstaði varðandi nr. 13 (vísbendingin er ekki nógu skilmerkileg), fundum alls ekkert. Síðan fundum við nr. 14 nokkuð auðveldlega, en tókst ekki á nokkurn hátt að finna spjaldið fyrir nr. 15. Töldum okkur þó vera búin að finna réttan stað. 

Hins vegar erum við mjög ánægð með að ratleikurinn skuli vera kominn af stað aftur og hlökkum til að fara í margar góðar gönguferðir á svæðinu. Bestu þakkir, Laufey

Laufey Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 12:24

3 Smámynd: Hönnunarhúsið ehf.

13: Túngarðurinn er mjög heillegur og liggur til sjávar vestan við túnin. Ef gengið er meðfram garðinum að vestanverðu er mjög auðvelt að finna merkið nálega 300 m frá sjó.

15: Við Lónakot eru fjölmargar minjar og margt að sjá. Nálega 100 m sunnan við túngarðinn er hellirinn vestan við vegarslóðann. Merkið á að vera í hellinum. Framan við hellinn er vel gróin hleðsla.

Hraunin gera leit að stöðum oft snúna enda hraunhólarnir líkir hverjum öðrum. Þolinmæði er oft góður ferðfélagi í ratleik og tíminn er nægur.

Hönnunarhúsið ehf. , 20.6.2010 kl. 15:43

4 identicon

Erum búinn að ganga út um allt svæðið við Óttarstaði en fundum ekkert merki. Er það ekki alveg örugglega ennþá á sínum stað? Gáfumst upp en fórum áfram og fundum 14 auðveldlega en tók okkur smá tíma að finna númer 15.

Carolin Guðbjartsdóttir (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 00:05

5 Smámynd: Hönnunarhúsið ehf.

Merkið er ann á sínum stað - auðfundið :) Þetta er túngarðurinn sem hlaðinn er úr hraungrjóti alveg til sjávar. Vel þess virði að ganga meðfram honum öllum.

Hönnunarhúsið ehf. , 6.8.2010 kl. 00:08

6 identicon

Fórum aftur í gær og fundum það loksins :) Veit ekki hvernig það fór svona framhjá okkur ítrekað en það þýðir ekkert að gefast upp...

Carolin Guðbjartsdóttir (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband