Vinningar í Ratleik Hafnarfjarðar 2010
10.6.2010 | 17:54
Léttfeti:
Vandaðir Scarpa Nangpa-la gönguskór frá Fjallakofanum að verðmæti 32.995,- kr.
Aukaverðlaun: 6 mánaða kort í líkamsrækt í Hress að verðmæti 39.990 kr.
6 mánaða kort í sundlaugar Hafnarfjarðar að verðmæti 8.900 kr.
Göngugarpur:
6 mánaða kort í líkamsrækt í Hress að verðmæti 39.990 kr.
Aukaverðlaun:
Polar F4 kaloríuúr frá Altis að verðmæti 15.900 kr.
6 mánaða kort í sundlaugar Hafnarfjarðar að verðmæti 8.900 kr.
Þrautakóngur:
Árskort í líkamsrækt í Hress að verðmæti 58.990 kr.
Aukaverðlaun:
6 mánaða kort í sundlaugar Hafnarfjarðar að verðmæti 8.900 kr.
Göngustafir og göngusokkar frá Músik og sport að verðmæti 9.850 kr.
Útdráttarverðlaun:
Úr öllum innsendum lausnum verða dregin út aukaverðlaun:
- 2 x Súpa og aðalréttur í Fjörunni fyrir tvo að verðmæti 3.000 kr.
- 3 x Hundrað, hafnfirsk myndabrot eftir Björn Pétursson og Steinunni Þorsteinsdóttur að verðgildi 3.500 kr.
- Göngustafir og göngusokkar frá Músik og sport að verðmæti 9.850 kr.
Athugasemdir
Sæl forsvarsmenn ratleiks
Við erum ný flutt í Hafnarfjörðinn og uppgötvuðum þennan ratleik nú í lok ágúst og hófum leitargöngur okkar þegar færi gafst.
Við viljum þakka kærlega fyrir okkur. Þetta frábært framtak og skemmtileg leið til að kynnast umhverfi sínu. Leikurinn sparkar ærlega við manni að koma sér af stað í mismunandi göngur og um leið lærir maður margt nýtt.
Eftir allar þessar göngur um smalaskúta og sel væri mjög gaman að heyra sögur af lífi og starfi selfólks og fjárhirða. Kanski gæti það verið vetrar skemmtun í keppnis anda um bestu eða áhrifaríkustu söguna, söguna með mest fræðslugildi osfr. Þetta gæti orðið fróðlegt.
Þúsund þakkir fyrir okkur. Vonandi verður þetta aftur að ári - okkur hlakkar til.
Bestu kveðjur, Úlfar og Gerður
Gerður og Úlfar (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.