26. Hellan við Efrihella
26.5.2011 | 15:53
Hellan var fyrrum kölluð Gráhella og er áberandi klettur í vesturbrún Kapelluhrauns. Skammt vestan drangsins eru Efrihellar í slétttu helluhrauni sem fræðimenn kalla Selhraun 3, en heimamenn nefndu Gráhelluhraun. Vera má að þetta sé vestasti hluti Búrfellshrauns sem hefur að mestu horfið undir yngri hraunfláka.
Flokkur: Þrautakóngur | Breytt 24.6.2014 kl. 13:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.