Ratleikurinn hafinn - frítt útivistarkort í boði!
16.6.2011 | 23:23
Ratleikurinn er formlega hafinn - Valdimar Svavarsson annar bæjarfulltrúi Hafnfirðinga fékk fyrsta kortið afhent við stutta athöfn í Ráðhúsinu í dag.
Ratleikskortið fæst frítt í Ráðhúsinu, Bókasafninu, Byggðasafninu, sundstöðum, Ásvöllum, Fjarðarkaupum, Altis, Músik og sport og Fjallakofanum. Þau munu einnig liggja frammi á bensínstöðvum.
Athugasemdir
Þetta er frábær leikur. Er búin að hjóla nokkra tugi kílómetra í upplandinu og finna 4 merki og ekki spillir veðrið fyrir. Haltu áfram að leggja ratleik.
Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 11:50
Mjög sniðugur og skemmtilegur leikur en...búin að fara 2 að leita að nr 6 og fann það ekki... Leitaði líka heillengi af nr 8 og fann það ekki... og síðan finnst mér mjög erfitt að vita hvar maður á að leita af nr 7, fannst alveg nokkrir staðir koma til greina, prufaði á 2 stöðum en fann ekkert - það eru hvergi nein merki sem segja manni örnefnin fyrir þá sem ekki þekkja til. Finnst síðan að það mætti t.d. hafa spjöldin fest á einhverja svona spítu sem væri búið að berja niður og jafnvel að merkja t.d. eins og hjá 7, hvar maður á að leggja bílnum svo maður viti hvort maður er nálægt. Allavega finnst mér að léttfeti sé of erfitt t.d. að fara með börn, það endist ekkert barn að leita af 1 skilti í marga klukkutíma.
Ásta (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 20:27
Ásta, Ég skil afstöðu þína, en þú getur valið hvaða 9 merki sem er til að keppa að Léttfetanum.
Nr. 6 getur verið svolítið snúið en þar er gott að undirbúa sig vil, skoða kortið vel og velja á hvað maður ætlar að stefna þegar farið er að merkinu. Eins og nafnið gefur til kynna er það á mörkum hrauna og þú þarft bara að labba í slétta hrauninu. Merkið er alltaf þar sem stjarnan er.
Sama á við um nr. 7. Merkið er vel sunnan við hestagerðið og þá er bara að fylgja gjánni. Merkið er þar sem gjáin er lítil og ekki ofan í henni. Ef þú skoðar vegina vel við nr. 8 og horfir upp í grjótskriðuna, þá finnur þú merkið ef þú ferð fremur stutt upp í skriðuna. Þar er merkið áberandi á bak við stóran stein. Galdurinn er að lesa kortið vel.
Gangi ykkur vel og þakka þér ábendingarnar.
Hönnunarhúsið ehf. , 27.6.2011 kl. 23:28
Er nr 8 þá ekki uppá "klettinum" heldur í grótskriðu neðan við hann á móts við tjaldsvæðið ?
Ásta Marteinsdóttir (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 12:26
á lausnablaðinu eru alltaf stutt lýsing á því hvar merkið er staðsett. Nr. 8 er í grjótskriðu. Nei, ekki uppi á klettunum.
Hönnunarhúsið ehf. , 28.6.2011 kl. 13:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.