23 Híðið - Hrútagjárdyngjuhrauni
1.6.2012 | 10:08
Híðið er einn lengsti og merkilegasti hraunhellirinn í Hrútagjárdyngjuhrauninu. Hann fannst 18. júní 1989. Hellismunninn er lítill og þröngur, en þegar inn er komið þarf að finna lag til að komast niður í meginrásina. Í allt er hellirinn um 155 m langur og lágur lengstum, hæstur er hellirinn þó um tveir metrar, en víðast hvar aðeins um einn metri og minna. Þrátt fyrir það er Híðið einn fegursti hraunhellir á Íslandi.
Mikið er um dropasteina, nokkur hundruð talsins, og talsvert fleiri hraunstrá eru í hellinum. Stærsti dropsteinninn er um 60 cm langur og er hann í táknmynd Hellarannsóknarfélags Íslands. Hella, eins og Híðið, sem og alla aðra hella, þarf að umgangast með sérstakri virðingu og varkárni.
FARIÐ VARLEGA - EF ÞIÐ BRJÓTIÐ HRAUNSTRÁ VERÐUR ÞAÐ EKKI AFTUR TEKIÐ! ALLS EKKI MÁ TAKA NEITT ÚR HELLUM.
Flokkur: Þrautakóngur | Breytt 24.6.2014 kl. 13:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.