22 Neyðarútgöngudyrahellir neðan (norðan) Hrútagjárdyngju

Neyðarútgöngudyrahellir dregur nafn sitt af hurð kanadískrar Canso-herflugvélar er lá í hellismunnanum þegar hellirinn fannst árið 1990. Flugvél þessi fórst í Stapatindum á Sveifluhálsi 19. desember 1944. Enn má sjá leifar hennar austan og efst í Tindunum. Í slysinu fórst öll átta manna áhöfnin.
Skömmu síðar var hluti flaksins dregið að vetrarlagi með snjóbíl til Hafnarfjarðar þar sem ætlunin var að nýta það. Á leiðinni féll hluti fyrrnefndrar neyðarútgönguhurðar af flakinu – og sjást leifar þess þar enn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband